Brunastigastjórnmál Hallgrímur Helgason skrifar 16. ágúst 2008 05:00 Þá er lokið enn einu umsátrinu um Ráðhús Reykjavíkur. Setulið vopnað myndavélum og hljóðnemum situr enn og aftur um hvern útgang og inngang og hleypur upp um leið og lyfta opnast— „Er meirihlutinn sprunginn?!"—lyfta lokast. Þeir allra hörðustu bíða í bílakjallaranum og rýna í hvern þann bíl sem yfirgefur húsið. Er borgarstjórinn kannski í skottinu? Svo er fundi lokið og húsvörðurinn opnar en BINGÓ!—fundarherbergið er tómt. Allir horfnir. Samt sást enginn koma út. Ráðhúsið er margslungin bygging og þáttur þess flókna arkitektúrs í hræringum borgarstjórnar er stórlega vanmetinn. Eins og við munum öll var Ráðhúsið hannað í tíð Davíðs Oddssonar og þar fer jú maður sem sér langt fram í tímann; það kom sér vel í vikunni að á hverju fundarherbergi Ráðhússins eru fimm hurðir. Ein er opinber, önnur beint inn í lyftuna (og niður í bílakjallarann), sú þriðja niður neyðarstigann sem leiðir í undirgöngin upp í Valhöll, sú fjórða upp á Svörtuloft og síðan sú fimmta niður brunastigann. Hurð nr. 5 var mikið tekin í vikunni af alelda fulltrúum logandi flokks eftir að þeir höfðu brennt sig á samstarfinu við Ólaf F. Og hún reyndist vera besta útgönguleiðin. Blaðamenn höfðu af gamalli reynslu girt fyrir bílakjallarann, Valhallargöngin og stigann upp á Svörtuloft en klikkuðu á brunastiganum. Þeir vita af honum næst. Þeir hafa „lært sína lexíu". Því gátu menn óhikað praktíserað brunastigastjórnmál sín eftir að „rómverski keisarinn", eins og djammborgarstjórinn var nefndur í Kastljósi í vikunni, hafði kveikt í kofanum með því að ráða mann með eldfimt nafn. Það er einhver hundadagarómantík yfir borgarstjóratíð Ólafs F. og við erum öll strax farin að sakna hans. Í framtíðinni verður hans minnst sem einhverskonar Jörundar sem sveiflaði keðjunni á börum borgarinnar þar til hún festist í ljósakrónu á Kaffibarnum. Að minnsta kosti var þessum tveimur ævintýramönnum jafn kært um 19. öldina. Og þá fær Ólafur Fyrrverandi Magnússon sinn mikla minnisvarða á Laugavegi 4-6 sem mun um langa framtíð minna borgarbúa á keðjusumarið mikla. Hér sannaðist líka hið fornkveðna að stundum er veikasti hlekkurinn einmitt sá er keðjuna ber. Hanna Birna sannaði sig hér sem öflug slökkviliðskona og skipaði sínu liði faglega niður brunastigann á meðan hún talaði rólega við brennuvarginn og kóna hans og kom honum svo faglega fyrir í skottinu á borgarstjórabílnum. Loksins hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið leiðtoga í höfuðborginni og satt að segja öndum við, öskrandi aðdáendur flokksins, bara nokkuð léttar. Sjötti arftaki sólkonungs á eftir að skína lengi. Þessi fyrsta leiksýning stálkonunnar úr Hafnarfirði tókst með afbrigðum vel. Hanna Birna fór á kostum í aðalhlutverkinu enda fékk hún Óskarinn fyrir. Sérstaklega var flott hvernig hún svaraði erfiðu spurningunni: Voru ekki mistök að fara með Ólafi F. á sínum tíma. „Nei nei, alls ekki. Hann var annar maður þá, nýkominn úr veikindaleyfi og því mun viðráðanlegri. Síðan kemur annar maður í ljós og þá er ekki lengur Villi hjá okkur til að halda þessu áfram." Óskarinn var afhentur síðla kvölds. Hann mætti brosandi til leiks, loksins kominn út undir bert loft eftir að hafa verið geymdur inni í glerskáp frá því í prófkjöri eins og hvert annað slökkvitæki. Þakkarræðurnar voru stuttar og engin stáltár felld en samningur sagður í bígerð, undir heitinu „Höldum áfram". Höldum áfram að djamma? Höldum áfram að mynda nýja meirihluta? Nei. Höldum áfram að skemmta borgarbúum. Við þökkum fyrir það og hlökkum til að sjá hvað gerist eftir hlé. Og það byrjar strax með trukki: Það gleymdist óvart að tala við alla sem þurfti að tala við. Eins og svo oft áður var valdahungrið varkárni yfirsterkari. Þau höfðu víst ekki „lært sína lexíu" til hlítar. Einu sinni sagði Hanna Birna að það væri búið að leysa REI-málið. En þá gleymdist bara að tala við Björn Inga. Svo stóð Hanna Birna að myndun nýs meirihluta í janúar. En þá gleymdist að tala við Margréti Sverris. Og nú mætir Hanna Birna og segist vera orðin borgarstjóri en þá gleymist að tala við Marsibil Sæmundardóttur. Fyrsta verk ennmeirihlutans verður því að brúa marsibilið sem strax hefur myndast á milli flokkanna tveggja. En síðan mun sannast hið nýkveðna að oft verður marsibil að meira bili… Ingibjörg Sólrún innleiddi á sínum tíma hugtakið samræðustjórnmál. Á þessu kjörtímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík í tvígang kynnt okkur hugtakið brunastigastjórnmál. Eins og nafnið gefur til kynna bera þau keim af neyðaraðgerðum og miða fyrst og fremst að því að flokkurinn nái að bjarga eigin skinni. Slökkva fyrst og spyrja svo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Þá er lokið enn einu umsátrinu um Ráðhús Reykjavíkur. Setulið vopnað myndavélum og hljóðnemum situr enn og aftur um hvern útgang og inngang og hleypur upp um leið og lyfta opnast— „Er meirihlutinn sprunginn?!"—lyfta lokast. Þeir allra hörðustu bíða í bílakjallaranum og rýna í hvern þann bíl sem yfirgefur húsið. Er borgarstjórinn kannski í skottinu? Svo er fundi lokið og húsvörðurinn opnar en BINGÓ!—fundarherbergið er tómt. Allir horfnir. Samt sást enginn koma út. Ráðhúsið er margslungin bygging og þáttur þess flókna arkitektúrs í hræringum borgarstjórnar er stórlega vanmetinn. Eins og við munum öll var Ráðhúsið hannað í tíð Davíðs Oddssonar og þar fer jú maður sem sér langt fram í tímann; það kom sér vel í vikunni að á hverju fundarherbergi Ráðhússins eru fimm hurðir. Ein er opinber, önnur beint inn í lyftuna (og niður í bílakjallarann), sú þriðja niður neyðarstigann sem leiðir í undirgöngin upp í Valhöll, sú fjórða upp á Svörtuloft og síðan sú fimmta niður brunastigann. Hurð nr. 5 var mikið tekin í vikunni af alelda fulltrúum logandi flokks eftir að þeir höfðu brennt sig á samstarfinu við Ólaf F. Og hún reyndist vera besta útgönguleiðin. Blaðamenn höfðu af gamalli reynslu girt fyrir bílakjallarann, Valhallargöngin og stigann upp á Svörtuloft en klikkuðu á brunastiganum. Þeir vita af honum næst. Þeir hafa „lært sína lexíu". Því gátu menn óhikað praktíserað brunastigastjórnmál sín eftir að „rómverski keisarinn", eins og djammborgarstjórinn var nefndur í Kastljósi í vikunni, hafði kveikt í kofanum með því að ráða mann með eldfimt nafn. Það er einhver hundadagarómantík yfir borgarstjóratíð Ólafs F. og við erum öll strax farin að sakna hans. Í framtíðinni verður hans minnst sem einhverskonar Jörundar sem sveiflaði keðjunni á börum borgarinnar þar til hún festist í ljósakrónu á Kaffibarnum. Að minnsta kosti var þessum tveimur ævintýramönnum jafn kært um 19. öldina. Og þá fær Ólafur Fyrrverandi Magnússon sinn mikla minnisvarða á Laugavegi 4-6 sem mun um langa framtíð minna borgarbúa á keðjusumarið mikla. Hér sannaðist líka hið fornkveðna að stundum er veikasti hlekkurinn einmitt sá er keðjuna ber. Hanna Birna sannaði sig hér sem öflug slökkviliðskona og skipaði sínu liði faglega niður brunastigann á meðan hún talaði rólega við brennuvarginn og kóna hans og kom honum svo faglega fyrir í skottinu á borgarstjórabílnum. Loksins hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið leiðtoga í höfuðborginni og satt að segja öndum við, öskrandi aðdáendur flokksins, bara nokkuð léttar. Sjötti arftaki sólkonungs á eftir að skína lengi. Þessi fyrsta leiksýning stálkonunnar úr Hafnarfirði tókst með afbrigðum vel. Hanna Birna fór á kostum í aðalhlutverkinu enda fékk hún Óskarinn fyrir. Sérstaklega var flott hvernig hún svaraði erfiðu spurningunni: Voru ekki mistök að fara með Ólafi F. á sínum tíma. „Nei nei, alls ekki. Hann var annar maður þá, nýkominn úr veikindaleyfi og því mun viðráðanlegri. Síðan kemur annar maður í ljós og þá er ekki lengur Villi hjá okkur til að halda þessu áfram." Óskarinn var afhentur síðla kvölds. Hann mætti brosandi til leiks, loksins kominn út undir bert loft eftir að hafa verið geymdur inni í glerskáp frá því í prófkjöri eins og hvert annað slökkvitæki. Þakkarræðurnar voru stuttar og engin stáltár felld en samningur sagður í bígerð, undir heitinu „Höldum áfram". Höldum áfram að djamma? Höldum áfram að mynda nýja meirihluta? Nei. Höldum áfram að skemmta borgarbúum. Við þökkum fyrir það og hlökkum til að sjá hvað gerist eftir hlé. Og það byrjar strax með trukki: Það gleymdist óvart að tala við alla sem þurfti að tala við. Eins og svo oft áður var valdahungrið varkárni yfirsterkari. Þau höfðu víst ekki „lært sína lexíu" til hlítar. Einu sinni sagði Hanna Birna að það væri búið að leysa REI-málið. En þá gleymdist bara að tala við Björn Inga. Svo stóð Hanna Birna að myndun nýs meirihluta í janúar. En þá gleymdist að tala við Margréti Sverris. Og nú mætir Hanna Birna og segist vera orðin borgarstjóri en þá gleymist að tala við Marsibil Sæmundardóttur. Fyrsta verk ennmeirihlutans verður því að brúa marsibilið sem strax hefur myndast á milli flokkanna tveggja. En síðan mun sannast hið nýkveðna að oft verður marsibil að meira bili… Ingibjörg Sólrún innleiddi á sínum tíma hugtakið samræðustjórnmál. Á þessu kjörtímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík í tvígang kynnt okkur hugtakið brunastigastjórnmál. Eins og nafnið gefur til kynna bera þau keim af neyðaraðgerðum og miða fyrst og fremst að því að flokkurinn nái að bjarga eigin skinni. Slökkva fyrst og spyrja svo.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun