Fótbolti

Versta byrjun Barcelona í 35 ár

NordicPhotos/GettyImages

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur eðlilega áhyggjur af skelfilegri byrjun liðsins í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið hefur ekki unnið leik eftir tvær umferðir.

Markaskorun hefur sett stórt strik í reikninginn hjá stjörnumprýddu liði Barcelona, en liðið hefur aðeins skorað eitt mark úr víti í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og hefur ekki átt lakari byrjun í deildinni síðan leiktíðina 1973-74.

"Það er erfiðast af öllu fyrir þjálfarann að kenna mönnum að skora mörk. Þetta er eina íþróttin í heiminum þar sem þú getur unnið eitthvað án þess að eiga skot á markið allan leikinn," sagði Guardiola eftir að hans menn gerðu 1-1 jafntefli við Racing Stantander um helgina þar sem mark Santander kom eftir aukaspyrnu sem hrökk af varnarmanni og í netið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×