Enski boltinn

Riera á leið til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Riera í baráttu við Guti, leikmann Real Madrid.
Riera í baráttu við Guti, leikmann Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Eftir því sem spænskir fjölmiðlar halda fram í dag er stutt í að Albert Riera gangi til liðs við Liverpool frá Espanyol.

Liverpool hefur verið orðað við Riera undanfarnar vikur en félögin munu ekki hafa náð saman um kaupverð hingað til.

Espanyol vildi fá tólf milljónir evra fyrir Riera en mun hafa sæst á að fá níu milljónir strax og þrjár miðað við frammistöðu hans hjá félaginu.

El Mundo Deportivo heldur því fram að bæði félög séu að ganga frá smáatriðum samningsins og þegar því í lokið mun Riera halda til Liverpool og skrifa undir fjögurra ára samning þar.

Riera hefur verið á mál a hjá Espanyol síðan 2005. Hann var í janúar árið 2006 lánaður til Manchester City þar sem hann kom við sögu í fimmtán leikjum og skoraði eitt mark.

Hann er 26 ára miðvallarleikmaður sem hefur átt sérstaklega góðu gengi að fagna undanfarin tvö ár. Hann hefur á þeim tíma verið orðaður við mörg stórlið í Evrópu, til að mynda Real Madrid, Barcelona, AC Milan, Inter Milan, Arsenal, Everton og vitanlega Liverpool.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×