Erlent

Smávegis kaldhæðni

Óli Tynes skrifar
Pleeeease.
Pleeeease. MYND/AP

Það hefur hægt á viðskiptalífinu í Bandaríkjunum eins og annarsstaðar, undanfarnar vikur.

Sumir myndu segja að Bandaríkjamenn eigi það skilið, þar sem þessi kreppa hófst vegna undirmálslána sem fjármálastofnanir þar í landi veittu fólki sem hafði enganvegin burði til að standa undir lánunum.

Í gær virtist þó aðeins rofa til. Uppsögnum fækkaði, dollarinn braggaðist og það mátti jafnvel sjá þess merki að það hægðist á hækkunum á matarverði. Hvort það endist framyfir helgi á eftir að koma í ljós.

En verslunareigandi á Blue Island í Illinois sá þó eitthvað skoplegt við ástandið. Hann setti stórt skilti út í glugga hjá sér þar sem hann auglýsti eftir viðskiptavinum. Og þeir þurftu ekki að hafa neina reynslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×