Erlent

Þúsundum forðað undan eldgosi í Chile

Óli Tynes skrifar

Yfirvöld í Chile eru að flytja þúsundir manna burt frá heimilum sínum sem eru í nágrenni við eldfjall í suðurhluta landsins.

Eldfjallið Chaiten byrjaði óvænt að gjósa í gær og spjó öskuskýi upp í margra kílómetra hæð. Þetta fjall hefur ekki gosið í þúsundir ára.

Andlitsgrímum hefur verið dreift til íbúanna sem verið er að flytja á brott til þess að vernda þá fyrir öskunni. Hún er á nokkrum stöðum fimmtán sentimetra djúp. Ekki er vitað til þess að neinn hafi látið lífið enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×