Arðgreiðslurnar dragast saman um helming 19. mars 2008 00:01 Sjö fyrirtæki af fjórtán sem mynda íslensku Úrvalsvísitöluna greiða arð vegna afkomunnar á síðasta ári. Þetta er tveimur fyrirtækjum færra en greiddu út arð í fyrra. Ef frá er skilin arðgreiðsla Landsbankans – tillaga verður lögð fram um slíkt á bankaráðsfundi hans 7. apríl næstkomandi – nema heildargreiðslurnar rúmum 31 milljarði íslenskra króna. Til samanburðar námu arðgreiðslurnar rúmum 62 milljörðum króna í fyrra. Þetta er helmingi minna en félögin greiddu vegna afkomunnar í hitteðfyrra. Kaupþing greiðir mestKaupþing greiðir hluthöfum sínum langhæstu greiðsluna í ár, 14,8 milljarða króna. Á eftir kemur Glitnir, sem greiðir 5,5 milljarða króna. Athygli vekur að arðgreiðslur Kaupþings eru hærri en í fyrra. Þetta er ólík þróun og hjá öðrum fyrirtækjum að Bakkavör undanskilinni, sem greiðir rúmum hundrað milljónum krónum meira en í fyrra. Eins og áður segir verða tillögur um arðgreiðslur til hluthafa Landsbankans ekki lagðar fram fyrr en á bankaráðsfundinum 7. apríl næstkomandi. Kaupþing hefur iðulega greitt háan arð í krónum talið. Hins vegar þarf mikið til að ná upp í arðgreiðsluna í október í hitteðfyrra þegar Kaupþing greiddi hluthöfum einstaka greiðslu, tuttugu milljarða króna í formi hlutafjár í Existu. Sumir greiða ekkertÞrjú félög sem mynda Úrvalsvísitöluna – og greiddu hluthöfum sínum háar upphæðir í arð í fyrra – greiða ekkert í ár. Það eru Marel, Exista og FL Group. Samkvæmt forsvarsmönnum Marel er ástæðan fyrir því að ekki verður greiddur út arður vegna afkomunnar í fyrra kaup félagsins á matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamsteypunnar Stork. Hin félögin tvö, FL Group og Exista, greiddu hins vegar hæstu arðgreiðslur skráðra félaga í Úrvalsvísitölunni vegna afkomunnar í hitteðfyrra. FL Group greiddi fimmtán milljarða króna en Exista tæpa ellefu milljarða króna í fyrra. FL Group tapaði 67 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári og vinnur nú að stífum niðurskurði á rekstrarkostnaði, sem skýrir arðgreiðsluleysið nú. Exista hagnaðist hins vegar um sextíu milljarða króna á sama tíma. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, sagði á aðalfundi félagsins á dögunum að aðstæður á fjármálamörkuðum hefðu ráðið um ákvörðunina að greiða ekkert nú um stundir. Breytist aðstæður til hins betra getur svo farið að ákvörðunin verði endurskoðuð og arður greiddur út síðar á árinu. Dvergarnir fá lítið en risarnir mestSé litið til stærstu arðgreiðslnanna – sem greiðist úr sjóðum bankanna – fá stærstu hluthafarnir tæpa 4,4 milljarða króna fyrir snúð sinn. Exista tekur stóra sneið vegna eignarhlutar síns í Kaupþingi og Bakkavör. Félagið fær rúma 3,4 milljarða króna vegna 23 prósenta eignar sinnar í Kaupþingi og 470 milljónir króna vegna stærðar sinnar í Bakkavör – félagið er langstærsti hluthafinn með 63 prósenta eignarhlut. FL Group, sem er stærsti hluthafinn í Glitni, tekur á sama tíma 977 milljónir króna fyrir eignarhlutinn í bankanum. Eins og áður hefur komið fram liggur ekki fyrir hvað þeir feðgar, Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor, fá fyrir eignarhlut sinn í Landsbankanum í nafni Samson eignarhaldsfélags en þeir sitja á tæpum 41 prósents hlut. Hagnaður bankans í fyrra nam fjörutíu milljörðum króna. Sé miðað við að arðgreiðsla verði hlutfallslega jafn há nú og í fyrra gætu arðgreiðslur feðganna numið 1,8 milljörðum króna. Hins vegar fá þeir tæpa tvo milljarða króna vegna eignar sinnar í Straumi-Burðarási. Fréttaskýringar Undir smásjánni Tengdar fréttir Metarður að utan Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. 19. mars 2008 00:01 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira
Sjö fyrirtæki af fjórtán sem mynda íslensku Úrvalsvísitöluna greiða arð vegna afkomunnar á síðasta ári. Þetta er tveimur fyrirtækjum færra en greiddu út arð í fyrra. Ef frá er skilin arðgreiðsla Landsbankans – tillaga verður lögð fram um slíkt á bankaráðsfundi hans 7. apríl næstkomandi – nema heildargreiðslurnar rúmum 31 milljarði íslenskra króna. Til samanburðar námu arðgreiðslurnar rúmum 62 milljörðum króna í fyrra. Þetta er helmingi minna en félögin greiddu vegna afkomunnar í hitteðfyrra. Kaupþing greiðir mestKaupþing greiðir hluthöfum sínum langhæstu greiðsluna í ár, 14,8 milljarða króna. Á eftir kemur Glitnir, sem greiðir 5,5 milljarða króna. Athygli vekur að arðgreiðslur Kaupþings eru hærri en í fyrra. Þetta er ólík þróun og hjá öðrum fyrirtækjum að Bakkavör undanskilinni, sem greiðir rúmum hundrað milljónum krónum meira en í fyrra. Eins og áður segir verða tillögur um arðgreiðslur til hluthafa Landsbankans ekki lagðar fram fyrr en á bankaráðsfundinum 7. apríl næstkomandi. Kaupþing hefur iðulega greitt háan arð í krónum talið. Hins vegar þarf mikið til að ná upp í arðgreiðsluna í október í hitteðfyrra þegar Kaupþing greiddi hluthöfum einstaka greiðslu, tuttugu milljarða króna í formi hlutafjár í Existu. Sumir greiða ekkertÞrjú félög sem mynda Úrvalsvísitöluna – og greiddu hluthöfum sínum háar upphæðir í arð í fyrra – greiða ekkert í ár. Það eru Marel, Exista og FL Group. Samkvæmt forsvarsmönnum Marel er ástæðan fyrir því að ekki verður greiddur út arður vegna afkomunnar í fyrra kaup félagsins á matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamsteypunnar Stork. Hin félögin tvö, FL Group og Exista, greiddu hins vegar hæstu arðgreiðslur skráðra félaga í Úrvalsvísitölunni vegna afkomunnar í hitteðfyrra. FL Group greiddi fimmtán milljarða króna en Exista tæpa ellefu milljarða króna í fyrra. FL Group tapaði 67 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári og vinnur nú að stífum niðurskurði á rekstrarkostnaði, sem skýrir arðgreiðsluleysið nú. Exista hagnaðist hins vegar um sextíu milljarða króna á sama tíma. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, sagði á aðalfundi félagsins á dögunum að aðstæður á fjármálamörkuðum hefðu ráðið um ákvörðunina að greiða ekkert nú um stundir. Breytist aðstæður til hins betra getur svo farið að ákvörðunin verði endurskoðuð og arður greiddur út síðar á árinu. Dvergarnir fá lítið en risarnir mestSé litið til stærstu arðgreiðslnanna – sem greiðist úr sjóðum bankanna – fá stærstu hluthafarnir tæpa 4,4 milljarða króna fyrir snúð sinn. Exista tekur stóra sneið vegna eignarhlutar síns í Kaupþingi og Bakkavör. Félagið fær rúma 3,4 milljarða króna vegna 23 prósenta eignar sinnar í Kaupþingi og 470 milljónir króna vegna stærðar sinnar í Bakkavör – félagið er langstærsti hluthafinn með 63 prósenta eignarhlut. FL Group, sem er stærsti hluthafinn í Glitni, tekur á sama tíma 977 milljónir króna fyrir eignarhlutinn í bankanum. Eins og áður hefur komið fram liggur ekki fyrir hvað þeir feðgar, Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor, fá fyrir eignarhlut sinn í Landsbankanum í nafni Samson eignarhaldsfélags en þeir sitja á tæpum 41 prósents hlut. Hagnaður bankans í fyrra nam fjörutíu milljörðum króna. Sé miðað við að arðgreiðsla verði hlutfallslega jafn há nú og í fyrra gætu arðgreiðslur feðganna numið 1,8 milljörðum króna. Hins vegar fá þeir tæpa tvo milljarða króna vegna eignar sinnar í Straumi-Burðarási.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Tengdar fréttir Metarður að utan Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. 19. mars 2008 00:01 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira
Metarður að utan Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. 19. mars 2008 00:01