Fótbolti

Heinze: Ronaldo yrði betri á Spáni

Heinze og Ferguson áttu ekki í skap saman
Heinze og Ferguson áttu ekki í skap saman NordicPhotos/GettyImages

Gabriel Heinze, fyrrum leikmaður Manchester United, segir af og frá að hann hafi verið keyptur af Real Madrid til þess eins að hjálpa til við að lokka Cristiano Ronaldo til Spánar.

Sir Alex Ferguson hélt þessu fram í viðtali við GQ og frá því var greint í frétt hér á Vísi í gær.

Heinze vísar þessum ummælum Ferguson á bug. "Kenning Ferguson um að ég hafi bara farið til Real til að greiða fyrir komu Cristiano Ronaldo er algjör tilbúningur," sagði Heinze í samtali við Daily Mail í dag.

"Ég er góður vinur Ronaldo en hann er fullfær um að taka sínar ákvarðanir sjálfur. Ef hann hefði spurt mig um Real hefði ég sagt honum mína skoðun en ég er ekki að reyna að hafa slæm áhrif á hann. Ég veit ekki af hverju Ferguson er að tala um mig - ég hélt að hann væri búinn að gleyma mér," sagði Argentínumaðurinn.

"Ferguson ræður öllu hjá United og ef menn mótmæla honum eru þeir settir út í kuldann. Ég átti í vandræðum vegna þessa þegar ég var hjá United, en Ferguson getur ekki sagt mér hvað ég má segja eftir að ég fór frá félaginu," sagði Heinze og fullyrti að Ronaldo yrði betri á Spáni.

"Ég er reyndar viss um að Ronaldo myndi spila enn betur hjá Real en hann hefur gert hjá United. Það er mín skoðun og það er bara eðlilegt að ég hafi viljað að hann kæmi hingað og spilaði á Spáni."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×