Hin þöglu svik Ögmundur Jónasson skrifar 18. janúar 2008 00:01 Nú þegar frjálshyggjumenn hafa hafist handa um að keyra heilbrigðiskerfið út í einkarekstur er óhjákvæmilegt að fólk beini sjónum sínum að samstarfsflokki Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Samfylkingunni og kalli hana til ábyrgðar. Þótt samskiptin í ríkisstjórn gangi greinilega út að gefa hverjum ráðherra frelsi til að fara sínu fram í „sínu ráðuneyti“, þá verður ekki horft framhjá tvennu: Í fyrsta lagi er skipting ráðuneyta á ábyrgð beggja stjórnarflokkkanna. Samfylkingin verður að horfast í augu við þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn stýrir heilbrigðisráðuneytinu með hennar samþykki og á hennar ábyrgð. Í öðru lagi breyta ákvarðanir um innbyrðis verkaskiptingu ekki því að gjörðir einstakra ráðherra eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar. Samfylkingin hefur vissulega daðrað nokkuð við hugmyndir um einkarekstur á ýmsum sviðum, einnig í heilbrigðiskerfinu. Þar hefur varaformaður flokksins meira að segja haft sig talsvert í frammi. Á sama tíma hefur Samfylkingin hamrað á því að hún sé félagshyggjuflokkur en ekki flokkur fjármagnseigenda. Á þeirri forsendu veittu margir kjósendur henni brautargengi í síðustu þingkosningum. Nú hafa rök verið færð fyrir því að gjörðir Sjálfstæðisflokksins grafi undan almannareknu heilbrigðiskerfi og styrki einkarekstrarkerfi að sama skapi. Ég þarf að taka á því til að trúa því að Samfylkingin ætli að láta þetta gerast óátalið. Þögn og afskiptaleysi fela í sér afstöðu. Þögn er sama og samþykki segir gamalt máltæki. „Þau eru verst hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu”, segir í þýðingu Bjarna Jónsonar frá Vogi á gömlu kvæði eftir norska skáldið Arne Garborg. Það eru orð að sönnu. Hvað skyldi kjósendum Samfylkingarinnar finnast um flokkinn sem þeir kusu, hinn þögla félaga þeirra Geirs og Guðlaugs Þórs í ríkisstjórninni? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Nú þegar frjálshyggjumenn hafa hafist handa um að keyra heilbrigðiskerfið út í einkarekstur er óhjákvæmilegt að fólk beini sjónum sínum að samstarfsflokki Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Samfylkingunni og kalli hana til ábyrgðar. Þótt samskiptin í ríkisstjórn gangi greinilega út að gefa hverjum ráðherra frelsi til að fara sínu fram í „sínu ráðuneyti“, þá verður ekki horft framhjá tvennu: Í fyrsta lagi er skipting ráðuneyta á ábyrgð beggja stjórnarflokkkanna. Samfylkingin verður að horfast í augu við þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn stýrir heilbrigðisráðuneytinu með hennar samþykki og á hennar ábyrgð. Í öðru lagi breyta ákvarðanir um innbyrðis verkaskiptingu ekki því að gjörðir einstakra ráðherra eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar. Samfylkingin hefur vissulega daðrað nokkuð við hugmyndir um einkarekstur á ýmsum sviðum, einnig í heilbrigðiskerfinu. Þar hefur varaformaður flokksins meira að segja haft sig talsvert í frammi. Á sama tíma hefur Samfylkingin hamrað á því að hún sé félagshyggjuflokkur en ekki flokkur fjármagnseigenda. Á þeirri forsendu veittu margir kjósendur henni brautargengi í síðustu þingkosningum. Nú hafa rök verið færð fyrir því að gjörðir Sjálfstæðisflokksins grafi undan almannareknu heilbrigðiskerfi og styrki einkarekstrarkerfi að sama skapi. Ég þarf að taka á því til að trúa því að Samfylkingin ætli að láta þetta gerast óátalið. Þögn og afskiptaleysi fela í sér afstöðu. Þögn er sama og samþykki segir gamalt máltæki. „Þau eru verst hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu”, segir í þýðingu Bjarna Jónsonar frá Vogi á gömlu kvæði eftir norska skáldið Arne Garborg. Það eru orð að sönnu. Hvað skyldi kjósendum Samfylkingarinnar finnast um flokkinn sem þeir kusu, hinn þögla félaga þeirra Geirs og Guðlaugs Þórs í ríkisstjórninni? Höfundur er alþingismaður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun