Óræð skref eftir bankabólu 9. janúar 2008 00:01 óræð staða á hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hefur fallið í fjölmörgum kauphöllum í hálft ár í kjölfar þess að bóla á bandarískum fasteignamarkaði sprakk með látum. Stemningin virðist á tíðum svipuð og þegar netbólan sprakk um síðustu aldamót. Markaðurinn/AFP Fjárfestar, greinendur og aðrir markaðsaðilar eru sammála um að talsverð óvissa, jafnvel taugatitringur, ríki á hlutabréfamörkuðum í hinum vestræna heimi um þessar mundir. Gengi hlutabréfa, sem fyrir um hálfu ári stóð í methæðum, hefur almennt lækkað hratt upp á síðkastið, mörg hver um allt að fimmtíu prósent og meira. Mesta lækkunin er á gengi bréfa hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum. Lausafjárkreppan, sem rót á að rekja að mestu til mikilla vanskila á áhættusömum undirmálslánum, líkt og greiningardeild Kaupþings kallaði lán þessi sem veitt voru einstaklingum með litlar tekjur og lélegt lánshæfi til íbúðakaupa í Bandaríkjunum fram undir mitt síðasta ár, hefur hrint af stað alvarlegri keðjuverkun sem geti aukið til muna hættuna á efnahagskreppu vestanhafs, að margra mati. Bandaríski fjárfestingarbankinn Merrill Lynch fullyrðir í nýlegri skýrslu að lokahöggið hafi verið rekið á föstudag í síðustu viku þegar tölur um atvinnuþátttöku voru birtar. Atvinnuleysi mældist fimm prósent í jólamánuðinum. Það er 0,3 prósentustiga aukning á milli mánaða og ívið meira en reiknað var með. Þá hefur fasteignasala dregist mjög saman og ekki verið með dræmara móti í tólf ár. Þeir allra svartsýnustu segja dyrunum hafi verið hrundið upp á gátt fyrir efnahagskreppu. Líkt og bent var á í áramótablaði Markaðarins segja aðrir að ástandið á geti jafnað sig um mitt ár og hugsanlega geti fjárfestar á ný fengið fast land undir fætur á seinni hluta þess. Fjárfestar, jafnt innlendir sem erlendir, bíða óþreyjufullir eftir ársuppgjörum fyrirtækja, ekki síst í fjármálageiranum, enda reiknað með að þar leynist lyklarnir að því sem koma skuli. Talsverðrar óvissu gætir hins vegar hvað þar megi finna. Sumir segja ljóst að fyrirtækin komi mörg hver ekki vel inn í nýja árið en bæta við að slíkt hafi mátt sjá fyrir, leiðréttingin komin fram í verðlagningu hlutabréfa og muni markaðurinn jafna sig um mitt ár. Þeir svartsýnu óttast hins vegar að lausafjárkreppan hafi bitið fastar í flest fyrirtækin en reiknað hafi verið með, ekki síst í fjármálageiranum, og sjá dökkt framundan.Hvað gerðist?ósáttir lántakendur Viðskiptavinir banka og bandarískra fasteignalánafyrirtækja sem lent hafa í vanskilum vegna þungrar greiðslubyrgði hafa í auknum mæli sakað fyrirtækin um að hafa í hagnaðarskyni prangað áhættusömum lánum á þá. Markaðurinn/AFPMenn eru sammála um að samverkandi þættir liggi til grundvallar fjármálakreppunni, sem einnig hefur verið kölluð bankabólan. Í fyrsta lagi liggur einn anginn í mikilli hækkun á fasteignaverði víða um heim, þar á meðal hér á landi og lánveitingum banka og fjármálafyrirtækja til fasteignakaupa. Samkvæmt vefsvæði Global Property Guide, sem heldur utan um upplýsingar um þróun fasteignaverðs um heim allan hefur mesta verðhækkunin orðið í gömlu Austantjaldslöndunum. Þar á hlut að máli tiltölulega nýfengið sjálfstæði ríkjanna, bættur efnahagur íbúanna og innganga í Evrópusambandið. Þá hefur fasteignaverð rokið upp síðastliðin ár í Asíu, ekki síst á þéttbýlustu svæðum í Kína.Þróunin hefur verið á hinn veginn upp á síðkastið víðast hvar, ekki síst í Bandaríkjunum en þar hefur fasteignabólan kólnað hratt. Breytingarnar eru mismiklar eftir svæðum enda eðlilegt að mesta lækkunin verði þar sem mesta hækkunin hafi verið upp á síðkastið.Fram til þessa hefur nægt fjármagn verið til á markaðnum og dyrnar galopnar að því fyrir bæði einstaklinga og fyrirtækja í kauphugleiðingum. Bankar og fjármálafyrirtækja komu að sjálfssögðu til móts við fólk í kauphugleiðingum og bauð þeim lán til kaupa á fasteign. Lánin voru eins og gengur af ýmsum toga. Íslensku viðskiptabankarnir tóku þátt í leiknum er þeir hófu að veita fasteignalán um svipað leyti og fasteignabólan var að taka stökkið hér síðla árs 2004. Lánin vissulega mishá, hundrað prósent af kaupverði íbúðar þegar mest lét. Lánshlutfall Íbúðalánasjóðs var til skamms tíma jafn hátt. Allir lánveitendur sáu síðar að sér og lækkuðu lánshlutfallið á endanum. Fasteignaverð hækkaði eðlilega eftir því sem fjármagn og skuldsetningar urðu ódýrari.Eftir því sem vanskilaaukning á undirmálslánamarkaði jókst síðasta sumar lokuðust dyr bankanna að fjármagni hægt og bítandi enda þurftu margir þeirra, ekki síst bankar í Bandaríkjunum og Bretlandi, að hafa sig allan við til að koma í veg fyrir lausafjárþurrð.Ljóst er að dyrunum hefur víða verið lokað fyrir lánsfé til jafn umsvifamikilla fyrirtækjakaupa og síðastliðin misseri en það fjármagn sem enn er veitt fæst gegn háum vöxtum. Þeir heppnu, fyrirtækin sem tryggðu sig fyrir fjármagni, svo sem í formi leyfa til skuldabréfaútgáfu á jaðarmörkuðum, svo sem í Asíu, Miðausturlöndum, Kanada, Ástralíu og víðar, eru hins vegar með pálmann í höndunum. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá Kaupþingi, sagði í Fréttablaðinu á dögunum, að bankinn hefði verið framsýnn þegar hann sótti um leyfi til skuldabréfaútgáfu í Japan fyrir tveimur árum. Kollegar hans á Norðurlöndunum hafi fundist gjörningurinn vart fyrirhafnarinnar virði þar sem vaxtaálag var þá hærra en í Evrópu. Það er nú sambærilegt, að hans sögn.kreppumerkiÞað er ekki ofsögum sagt að síðastliðin þrjú ár hafi ríkt eitt mesta góðærisskeið sem heimshagkerfið hafi gengið í gegnum í rúm þrjátíu ár, líkt og dr. Pedro Videla, prófessor í hagfræði við Roosevelt University í Chicago í Bandaríkjunum og við Universidad Adolfo Ibánez í Chile, benti á í erindi sínu á vegum Kaupþings í maí í fyrra. Á sama tíma hefur verðbólga aukist jafnt og þétt í flestum löndum á móti. Slík þróun er alla jafna undanfari niðursveiflu og samdráttarskeiðs og líkist um margt netbólunni svonefndu sem sprakk með látum skömmu eftir síðustu aldamót. Nokkrar mismunandi túlkanir eru reyndar á því hvað teljir til samdráttarskeiðs. Alla jafna er það þegar dregið hefur úr hagvexti í hálft ár og lengur og verðbólga eða verðhjöðnun átt sér stað. Þá aukast líkurnar enn frekar á samdrætti þegar dregur úr framleiðni og atvinnuþátttöku líkt og í Bandaríkjunum í enda síðasta árs.Ótti fjármálasérfræðinga er ekki úr lausu lofti gripinn. Aukið atvinnuleysi samhliða kólnun á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum getur leitt til þess að neytendur þar dragi saman seglin. Slíkt getur komið harkalega niður á einkaneyslu. Það getur svo aftur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega þar sem um sjötíu prósent af hagvexti vestanhafs er drifinn áfram af einkaneyslu. Minni einkaneysla og samdráttur í hagvexti í Bandaríkjunum getur síðan haft keðjuverkandi áhrif því tæpur þriðjungur hagvaxtar í heiminum kemur þaðan.Máli sínu til stuðnings benti Videla á tengsl Bandaríkjanna og Kína, en bæði löndin eiga stóran skerf í hagvexti á heimsvísu. Náið viðskiptasamband hefur verið á milli landanna um árabil. Dragi úr eftirspurn í Bandaríkjunum getur það leitt leitt minni útflutnings frá Kína og því megi ætla að samdráttaráhrifa muni gæta þar á næstunni og jafnvel víðar í Asíu.Nokkuð hefur dregið nú þegar úr innflutningi í Bandaríkjunum enda gengi bandaríkjadals afar lágur gagnvart helstu gjaldmiðlum, ekki síst evru. Það hefur svo aftur dregið úr útflutningi frá evrusvæðinu og vakið upp harmakvein hjá forsvarmönnum atvinnugreina í álfunni en þeir hafa þrýst mjög á evrópska seðlabankann að lækka vexti, draga þar með úr styrkingu evrunnar.Aðgerðir gegn samdrættiSeðlabankar víða um heim hafa gripið til ýmissa ráða til að sporna gegn lausafjárþurrðinni og hugsanlegu samdráttarskeiði. Seðlabankar í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, í Bretlandi og evrusvæðinu hafa allir dælt inn fjármagni á markaði auk þess sem fjármálafyrirtækjum hefur gefist kostur á að sækja sér fjármagn á lægri vöxtum en alla jafna hefur gefist. Þá hafa aðrir bankar, svo sem seðlabankar Bandaríkjanna og Englandsbanki í Bretlandi lækkað stýrivexti í fyrsta sinn í áraraðir í von um að halda lífi í neyslunni. Í ofanálag náðu bandarísk stjórnvöld samkomulagi við þarlend fasteignalánafyrirtæki þess efnis að „frysta“ vexti undirmálslána til fimm ára til að draga úr vanskilaaukningu og koma í veg fyrir upptöku eigna og gjaldþrota samfara þessu.Seðlabankar eru á milli steins og sleggju nú um stundir, líkt og Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, benti á í áramótablaði Markaðarins. Tryggvi benti á að merkilegt hafi verið að fylgjast með viðbrögðum bankanna enda hafi þeir horfið frá verðbólgumarkmiðum sínum og ýmist haldið stýrivöxtum óbreyttum eða lækkað þá til að bregðast við ástandinu.Líkt og fram kom bæði í máli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra og fleiri í enda síðasta árs, eru blikur á lofti í efnahagsmálum bæði hér og erlendis og vegur hún þyngra á vogarskálunum en verðbólguhættan. Bandaríski seðlabankinn hefur til dæmis brugðist við stöðunni með snarpri lækkun stýrivaxta í þrígang frá því í haust í fyrra og keyrt þá niður úr 5,25 prósentum í 4,25 prósent. Flest bendir til að hann muni endurtaka leikinn í enda þessa mánaðar en vonast er til að bankinn lækki vextina um allt að 50 punkta hið mesta. Gangi það eftir fara vextirnir í 3,75 prósent og hafa ekki verið lægri þar í landi síðan síðla árs 2005.Vaxtaákvörðunardagur er í Bretlandi og á evrusvæðinu á morgun. Flestir greinendur telja líkur á að bankarnir haldi báðir stýrivöxtum óbreyttum í ljósi aðstæðna á mörkuðum þrátt fyrir verðbólguþrýsting í hagkerfinu, að mati Bloomberg-fréttaveitunnar. Vissulega er úr vöndu að ráða. Eða eins og Tryggvi Þór bendi á í áramótablaði Markaðarins: „Þetta sýnir hve gríðarlega alvarleg staðan er,“ sagði hann. Undir smásjánni Tengdar fréttir Hætta á hrávörubólu Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur undanfarna mánuði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæðum upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækkunum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og valdið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausafjárþurrðinni. 9. janúar 2008 00:01 Þróunin minnir á netbóluna Eins og kunnugt er sprakk netbólan með látum um aldamótin, bæði hér heima og erlendis. Margt keimlíkt er með uppsveiflunni á undan henni og góðærinu sem varað hefur á hlutabréfamarkaði síðastliðin þrjú ár. 9. janúar 2008 00:01 Hugsanlegt að bankar sameinist Fasteignabólan og lausafjárþurrðin á rót að rekja að mestu til mikillar vanskilaaukningar á svokölluðum undirmálslánum (e. sub-prime) í Bandaríkjunum frá því snemma á síðasta ári. 9. janúar 2008 00:01 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Fjárfestar, greinendur og aðrir markaðsaðilar eru sammála um að talsverð óvissa, jafnvel taugatitringur, ríki á hlutabréfamörkuðum í hinum vestræna heimi um þessar mundir. Gengi hlutabréfa, sem fyrir um hálfu ári stóð í methæðum, hefur almennt lækkað hratt upp á síðkastið, mörg hver um allt að fimmtíu prósent og meira. Mesta lækkunin er á gengi bréfa hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum. Lausafjárkreppan, sem rót á að rekja að mestu til mikilla vanskila á áhættusömum undirmálslánum, líkt og greiningardeild Kaupþings kallaði lán þessi sem veitt voru einstaklingum með litlar tekjur og lélegt lánshæfi til íbúðakaupa í Bandaríkjunum fram undir mitt síðasta ár, hefur hrint af stað alvarlegri keðjuverkun sem geti aukið til muna hættuna á efnahagskreppu vestanhafs, að margra mati. Bandaríski fjárfestingarbankinn Merrill Lynch fullyrðir í nýlegri skýrslu að lokahöggið hafi verið rekið á föstudag í síðustu viku þegar tölur um atvinnuþátttöku voru birtar. Atvinnuleysi mældist fimm prósent í jólamánuðinum. Það er 0,3 prósentustiga aukning á milli mánaða og ívið meira en reiknað var með. Þá hefur fasteignasala dregist mjög saman og ekki verið með dræmara móti í tólf ár. Þeir allra svartsýnustu segja dyrunum hafi verið hrundið upp á gátt fyrir efnahagskreppu. Líkt og bent var á í áramótablaði Markaðarins segja aðrir að ástandið á geti jafnað sig um mitt ár og hugsanlega geti fjárfestar á ný fengið fast land undir fætur á seinni hluta þess. Fjárfestar, jafnt innlendir sem erlendir, bíða óþreyjufullir eftir ársuppgjörum fyrirtækja, ekki síst í fjármálageiranum, enda reiknað með að þar leynist lyklarnir að því sem koma skuli. Talsverðrar óvissu gætir hins vegar hvað þar megi finna. Sumir segja ljóst að fyrirtækin komi mörg hver ekki vel inn í nýja árið en bæta við að slíkt hafi mátt sjá fyrir, leiðréttingin komin fram í verðlagningu hlutabréfa og muni markaðurinn jafna sig um mitt ár. Þeir svartsýnu óttast hins vegar að lausafjárkreppan hafi bitið fastar í flest fyrirtækin en reiknað hafi verið með, ekki síst í fjármálageiranum, og sjá dökkt framundan.Hvað gerðist?ósáttir lántakendur Viðskiptavinir banka og bandarískra fasteignalánafyrirtækja sem lent hafa í vanskilum vegna þungrar greiðslubyrgði hafa í auknum mæli sakað fyrirtækin um að hafa í hagnaðarskyni prangað áhættusömum lánum á þá. Markaðurinn/AFPMenn eru sammála um að samverkandi þættir liggi til grundvallar fjármálakreppunni, sem einnig hefur verið kölluð bankabólan. Í fyrsta lagi liggur einn anginn í mikilli hækkun á fasteignaverði víða um heim, þar á meðal hér á landi og lánveitingum banka og fjármálafyrirtækja til fasteignakaupa. Samkvæmt vefsvæði Global Property Guide, sem heldur utan um upplýsingar um þróun fasteignaverðs um heim allan hefur mesta verðhækkunin orðið í gömlu Austantjaldslöndunum. Þar á hlut að máli tiltölulega nýfengið sjálfstæði ríkjanna, bættur efnahagur íbúanna og innganga í Evrópusambandið. Þá hefur fasteignaverð rokið upp síðastliðin ár í Asíu, ekki síst á þéttbýlustu svæðum í Kína.Þróunin hefur verið á hinn veginn upp á síðkastið víðast hvar, ekki síst í Bandaríkjunum en þar hefur fasteignabólan kólnað hratt. Breytingarnar eru mismiklar eftir svæðum enda eðlilegt að mesta lækkunin verði þar sem mesta hækkunin hafi verið upp á síðkastið.Fram til þessa hefur nægt fjármagn verið til á markaðnum og dyrnar galopnar að því fyrir bæði einstaklinga og fyrirtækja í kauphugleiðingum. Bankar og fjármálafyrirtækja komu að sjálfssögðu til móts við fólk í kauphugleiðingum og bauð þeim lán til kaupa á fasteign. Lánin voru eins og gengur af ýmsum toga. Íslensku viðskiptabankarnir tóku þátt í leiknum er þeir hófu að veita fasteignalán um svipað leyti og fasteignabólan var að taka stökkið hér síðla árs 2004. Lánin vissulega mishá, hundrað prósent af kaupverði íbúðar þegar mest lét. Lánshlutfall Íbúðalánasjóðs var til skamms tíma jafn hátt. Allir lánveitendur sáu síðar að sér og lækkuðu lánshlutfallið á endanum. Fasteignaverð hækkaði eðlilega eftir því sem fjármagn og skuldsetningar urðu ódýrari.Eftir því sem vanskilaaukning á undirmálslánamarkaði jókst síðasta sumar lokuðust dyr bankanna að fjármagni hægt og bítandi enda þurftu margir þeirra, ekki síst bankar í Bandaríkjunum og Bretlandi, að hafa sig allan við til að koma í veg fyrir lausafjárþurrð.Ljóst er að dyrunum hefur víða verið lokað fyrir lánsfé til jafn umsvifamikilla fyrirtækjakaupa og síðastliðin misseri en það fjármagn sem enn er veitt fæst gegn háum vöxtum. Þeir heppnu, fyrirtækin sem tryggðu sig fyrir fjármagni, svo sem í formi leyfa til skuldabréfaútgáfu á jaðarmörkuðum, svo sem í Asíu, Miðausturlöndum, Kanada, Ástralíu og víðar, eru hins vegar með pálmann í höndunum. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá Kaupþingi, sagði í Fréttablaðinu á dögunum, að bankinn hefði verið framsýnn þegar hann sótti um leyfi til skuldabréfaútgáfu í Japan fyrir tveimur árum. Kollegar hans á Norðurlöndunum hafi fundist gjörningurinn vart fyrirhafnarinnar virði þar sem vaxtaálag var þá hærra en í Evrópu. Það er nú sambærilegt, að hans sögn.kreppumerkiÞað er ekki ofsögum sagt að síðastliðin þrjú ár hafi ríkt eitt mesta góðærisskeið sem heimshagkerfið hafi gengið í gegnum í rúm þrjátíu ár, líkt og dr. Pedro Videla, prófessor í hagfræði við Roosevelt University í Chicago í Bandaríkjunum og við Universidad Adolfo Ibánez í Chile, benti á í erindi sínu á vegum Kaupþings í maí í fyrra. Á sama tíma hefur verðbólga aukist jafnt og þétt í flestum löndum á móti. Slík þróun er alla jafna undanfari niðursveiflu og samdráttarskeiðs og líkist um margt netbólunni svonefndu sem sprakk með látum skömmu eftir síðustu aldamót. Nokkrar mismunandi túlkanir eru reyndar á því hvað teljir til samdráttarskeiðs. Alla jafna er það þegar dregið hefur úr hagvexti í hálft ár og lengur og verðbólga eða verðhjöðnun átt sér stað. Þá aukast líkurnar enn frekar á samdrætti þegar dregur úr framleiðni og atvinnuþátttöku líkt og í Bandaríkjunum í enda síðasta árs.Ótti fjármálasérfræðinga er ekki úr lausu lofti gripinn. Aukið atvinnuleysi samhliða kólnun á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum getur leitt til þess að neytendur þar dragi saman seglin. Slíkt getur komið harkalega niður á einkaneyslu. Það getur svo aftur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega þar sem um sjötíu prósent af hagvexti vestanhafs er drifinn áfram af einkaneyslu. Minni einkaneysla og samdráttur í hagvexti í Bandaríkjunum getur síðan haft keðjuverkandi áhrif því tæpur þriðjungur hagvaxtar í heiminum kemur þaðan.Máli sínu til stuðnings benti Videla á tengsl Bandaríkjanna og Kína, en bæði löndin eiga stóran skerf í hagvexti á heimsvísu. Náið viðskiptasamband hefur verið á milli landanna um árabil. Dragi úr eftirspurn í Bandaríkjunum getur það leitt leitt minni útflutnings frá Kína og því megi ætla að samdráttaráhrifa muni gæta þar á næstunni og jafnvel víðar í Asíu.Nokkuð hefur dregið nú þegar úr innflutningi í Bandaríkjunum enda gengi bandaríkjadals afar lágur gagnvart helstu gjaldmiðlum, ekki síst evru. Það hefur svo aftur dregið úr útflutningi frá evrusvæðinu og vakið upp harmakvein hjá forsvarmönnum atvinnugreina í álfunni en þeir hafa þrýst mjög á evrópska seðlabankann að lækka vexti, draga þar með úr styrkingu evrunnar.Aðgerðir gegn samdrættiSeðlabankar víða um heim hafa gripið til ýmissa ráða til að sporna gegn lausafjárþurrðinni og hugsanlegu samdráttarskeiði. Seðlabankar í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, í Bretlandi og evrusvæðinu hafa allir dælt inn fjármagni á markaði auk þess sem fjármálafyrirtækjum hefur gefist kostur á að sækja sér fjármagn á lægri vöxtum en alla jafna hefur gefist. Þá hafa aðrir bankar, svo sem seðlabankar Bandaríkjanna og Englandsbanki í Bretlandi lækkað stýrivexti í fyrsta sinn í áraraðir í von um að halda lífi í neyslunni. Í ofanálag náðu bandarísk stjórnvöld samkomulagi við þarlend fasteignalánafyrirtæki þess efnis að „frysta“ vexti undirmálslána til fimm ára til að draga úr vanskilaaukningu og koma í veg fyrir upptöku eigna og gjaldþrota samfara þessu.Seðlabankar eru á milli steins og sleggju nú um stundir, líkt og Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, benti á í áramótablaði Markaðarins. Tryggvi benti á að merkilegt hafi verið að fylgjast með viðbrögðum bankanna enda hafi þeir horfið frá verðbólgumarkmiðum sínum og ýmist haldið stýrivöxtum óbreyttum eða lækkað þá til að bregðast við ástandinu.Líkt og fram kom bæði í máli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra og fleiri í enda síðasta árs, eru blikur á lofti í efnahagsmálum bæði hér og erlendis og vegur hún þyngra á vogarskálunum en verðbólguhættan. Bandaríski seðlabankinn hefur til dæmis brugðist við stöðunni með snarpri lækkun stýrivaxta í þrígang frá því í haust í fyrra og keyrt þá niður úr 5,25 prósentum í 4,25 prósent. Flest bendir til að hann muni endurtaka leikinn í enda þessa mánaðar en vonast er til að bankinn lækki vextina um allt að 50 punkta hið mesta. Gangi það eftir fara vextirnir í 3,75 prósent og hafa ekki verið lægri þar í landi síðan síðla árs 2005.Vaxtaákvörðunardagur er í Bretlandi og á evrusvæðinu á morgun. Flestir greinendur telja líkur á að bankarnir haldi báðir stýrivöxtum óbreyttum í ljósi aðstæðna á mörkuðum þrátt fyrir verðbólguþrýsting í hagkerfinu, að mati Bloomberg-fréttaveitunnar. Vissulega er úr vöndu að ráða. Eða eins og Tryggvi Þór bendi á í áramótablaði Markaðarins: „Þetta sýnir hve gríðarlega alvarleg staðan er,“ sagði hann.
Undir smásjánni Tengdar fréttir Hætta á hrávörubólu Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur undanfarna mánuði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæðum upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækkunum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og valdið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausafjárþurrðinni. 9. janúar 2008 00:01 Þróunin minnir á netbóluna Eins og kunnugt er sprakk netbólan með látum um aldamótin, bæði hér heima og erlendis. Margt keimlíkt er með uppsveiflunni á undan henni og góðærinu sem varað hefur á hlutabréfamarkaði síðastliðin þrjú ár. 9. janúar 2008 00:01 Hugsanlegt að bankar sameinist Fasteignabólan og lausafjárþurrðin á rót að rekja að mestu til mikillar vanskilaaukningar á svokölluðum undirmálslánum (e. sub-prime) í Bandaríkjunum frá því snemma á síðasta ári. 9. janúar 2008 00:01 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Hætta á hrávörubólu Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur undanfarna mánuði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæðum upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækkunum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og valdið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausafjárþurrðinni. 9. janúar 2008 00:01
Þróunin minnir á netbóluna Eins og kunnugt er sprakk netbólan með látum um aldamótin, bæði hér heima og erlendis. Margt keimlíkt er með uppsveiflunni á undan henni og góðærinu sem varað hefur á hlutabréfamarkaði síðastliðin þrjú ár. 9. janúar 2008 00:01
Hugsanlegt að bankar sameinist Fasteignabólan og lausafjárþurrðin á rót að rekja að mestu til mikillar vanskilaaukningar á svokölluðum undirmálslánum (e. sub-prime) í Bandaríkjunum frá því snemma á síðasta ári. 9. janúar 2008 00:01