Keyra prentvélar 24 tíma sólarhringsins allt árið 9. janúar 2008 00:01 Forstjóri Infopress Group. Birgir Jónsson segir níu stórar prentvélar hafa verið teknar í notkun á einu ári, sem sé örugglega einsdæmi í heiminum. „Við erum stærsta prentsmiðjan á þessu svæði,“ segir Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Kvosar og forstjóri Infopress Group. Svæðið sem Birgir á við er Austur-Evrópa. „Við erum með um 1.100 starfsmenn og erum að velta á þessu ári um tíu milljörðum íslenskra króna.“ Infopress Group, sem er dótturfélag Kvosar, hefur fjárfest fyrir rúmlega 3,5 milljarða króna í Austur-Evrópu í desember. Birgir segir Infopress hafa keypt fyrir rúmu ári stærstu prentsmiðju Rúmeníu. Síðan hafi prentsmiðja í Búlgaríu verið keypt og nú síðast í Ungverjalandi. Verið sé að sameina þessa starfsemi með eitt stjórnunarteymi undir merkjum Infopress Group. „Þetta félag verður þá algjörlega leiðandi á þessu markaðssvæði,“ segir Birgir. Tvær vörur eru helst prentaðar í fyrirtækjum Infopress Group. Annars vegar eru hágæðatímarit eins og Esquire, Cosmopolitan og Playboy. Hins vegar er prentun á ýmiss konar auglýsingaefni eins og bæklingum. Birgir segir það vera ört vaxandi markað og alþjóðleg fyrirtæki séu í viðskiptum við Infopress. Ekki eru prentaðar bækur eða blöð í prentsmiðjunum. „Við keyrum vélarnar 24 tíma sólarhringsins allan ársins hring. Og til að hámarka afköstin reynum við að taka engin verk inn sem eru með með minna upplag en 50 til 60 þúsund eintök,“ segir Birgir. Fyrirtækið gangi vel og vöxturinn milli ára sé milli 40 og 50 prósent. Infopress Group sé að verða eitt af 20 stærstu prentsmiðjufyrirtækjum í Evrópu miðað við veltu. Infopress Group er að byggja prentsmiðju í Búdapest og reisir þar að sögn Birgis eina fullkomnustu prentsmiðju í landinu. Keypt var 70 þúsund fermetra land undir verkefnið og framleiðsla hefst í vor. Heildarfjárfesting vegna þessa er um tveir milljarðar króna. Birgir segja marga vera að koma inn á þennan markað og til að halda forskoti þurfi að fjárfesta mikið. Birgir Jónsson.Birgir segir Búlgaríu og Rúmeníu eiga nú aðild að Evrópusambandinu og allt viðskiptaumhverfi sé að breytast hratt. Vissulega hafi ákveðnar hindranir verið á veginum, meðal annars vegna spillingar og annars siðferðis en Íslendingar eigi að venjast. Allt sé samt á réttri leið og reksturinn traustur. Fjölskyldurnar sem stofnuðu prentsmiðjuna Odda á sínum tíma stofnuðu Kvos, sem er eignarhaldsfélag um nokkur dótturfélög. Undir smásjánni Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Við erum stærsta prentsmiðjan á þessu svæði,“ segir Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Kvosar og forstjóri Infopress Group. Svæðið sem Birgir á við er Austur-Evrópa. „Við erum með um 1.100 starfsmenn og erum að velta á þessu ári um tíu milljörðum íslenskra króna.“ Infopress Group, sem er dótturfélag Kvosar, hefur fjárfest fyrir rúmlega 3,5 milljarða króna í Austur-Evrópu í desember. Birgir segir Infopress hafa keypt fyrir rúmu ári stærstu prentsmiðju Rúmeníu. Síðan hafi prentsmiðja í Búlgaríu verið keypt og nú síðast í Ungverjalandi. Verið sé að sameina þessa starfsemi með eitt stjórnunarteymi undir merkjum Infopress Group. „Þetta félag verður þá algjörlega leiðandi á þessu markaðssvæði,“ segir Birgir. Tvær vörur eru helst prentaðar í fyrirtækjum Infopress Group. Annars vegar eru hágæðatímarit eins og Esquire, Cosmopolitan og Playboy. Hins vegar er prentun á ýmiss konar auglýsingaefni eins og bæklingum. Birgir segir það vera ört vaxandi markað og alþjóðleg fyrirtæki séu í viðskiptum við Infopress. Ekki eru prentaðar bækur eða blöð í prentsmiðjunum. „Við keyrum vélarnar 24 tíma sólarhringsins allan ársins hring. Og til að hámarka afköstin reynum við að taka engin verk inn sem eru með með minna upplag en 50 til 60 þúsund eintök,“ segir Birgir. Fyrirtækið gangi vel og vöxturinn milli ára sé milli 40 og 50 prósent. Infopress Group sé að verða eitt af 20 stærstu prentsmiðjufyrirtækjum í Evrópu miðað við veltu. Infopress Group er að byggja prentsmiðju í Búdapest og reisir þar að sögn Birgis eina fullkomnustu prentsmiðju í landinu. Keypt var 70 þúsund fermetra land undir verkefnið og framleiðsla hefst í vor. Heildarfjárfesting vegna þessa er um tveir milljarðar króna. Birgir segja marga vera að koma inn á þennan markað og til að halda forskoti þurfi að fjárfesta mikið. Birgir Jónsson.Birgir segir Búlgaríu og Rúmeníu eiga nú aðild að Evrópusambandinu og allt viðskiptaumhverfi sé að breytast hratt. Vissulega hafi ákveðnar hindranir verið á veginum, meðal annars vegna spillingar og annars siðferðis en Íslendingar eigi að venjast. Allt sé samt á réttri leið og reksturinn traustur. Fjölskyldurnar sem stofnuðu prentsmiðjuna Odda á sínum tíma stofnuðu Kvos, sem er eignarhaldsfélag um nokkur dótturfélög.
Undir smásjánni Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira