Fótbolti

Valencia á toppnum - Real gerði jafntefli

Raul skoraði tvívegis í kvöld en það nægði Real ekki
Raul skoraði tvívegis í kvöld en það nægði Real ekki NordicPhotos/GettyImages

Valencia er á toppi spænsku deildarinnar í knattspyrnu ásamt Villarreal eftir leiki helgarinnar. Valencia lagði Valladolid 1-0 með marki Manuel Fernandes í kvöld.

Sigurinn þýðir að Valencia hefur hlotið 16 stig eftir sex leiki en hefur betra markahlutfall en Villarreal sem vann Betis 2-1 í gær.

Real Madrid mistókst að komast í þriðja sæti deildarinnar í kvöld og varð að sætta sig við það fimmta eftir að ná aðeins í stig gegn Espanyol á heimavelli. Gulldrengurinn Raul skoraði bæði mörk Real í kvöld en það dugði ekki til sigurs.

Sevilla er tveimur stigum á eftir toppliðunum eftir 4-0 sigur á Bilbao í dag.

Á botninum náði Sporting Gijon loksins að stöðva fimm leika taphrinu þegar það lagði Mallorca 2-0 og það var nóg til að lyfta liðinu af botninum þar sem Betis situr nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×