Körfubolti

Haukar höfðu betur í toppslagnum

LaKiste Barkus var í strangri gæslu hjá Haukastúlkum í kvöld
LaKiste Barkus var í strangri gæslu hjá Haukastúlkum í kvöld

Haukastúlkur skutust í kvöld á toppinn í Iceland Express deild kvenna með sigri á Hamri 76-73 í uppgjöri toppliðanna á Ásvöllum.

Slavica Dimovska skoraði 38 stig fyrir Hauka í kvöld og Ragna Brynjarsdóttir skoraði 10 stig og hirti 13 fráköst. LaKiste Barkus skoraði 20 stig fyrir Hamar og Julia Demirer skoraði 19 stig og hirti 13 fráköst.

Snæfell vann sinn fyrsta sigur í vetur með því að skella Grindavík nokkuð óvænt í Hólminum 85-71.

Detra Ashley átti stórleik fyrir heimaliðið í sínum síðasta leik þegar hún skoraði 27 stig og hirti 22 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir skoraði 16 stig og Sara Andrésdóttir skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst.

Hjá Grindavík var Pétrúnella Skúladóttir í algjörum sérflokki með 25 stig.

Loks vann Keflavík stórsigur á Val 91-69. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 24 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Keflavík og Svava Stefánsdóttir skoraði 18 stig og hirti 8 fráköst.

Signý Hermannsdóttir var langatkvæðamest hjá Val með 27 stig, 22 fráköst og 6 varin skot.

Haukar eru á toppnum með 12 stig eftir 7 umferðir, Keflavík og Hamar hafa 10 stig og KR, Grindavík og Valur hafa 6 stig. Fjölnir og Snæfell eru á botninum með 2 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×