Körfubolti

NBA í nótt: 8. sigur Detroit í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Owens reynir hér að stöðva Chaunce Billups, leikmann Detroit.
Andre Owens reynir hér að stöðva Chaunce Billups, leikmann Detroit. Nordic Photos / Getty Images

Detroit Pistons vann sinn áttunda sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt er liðið vann útisigur á Indiana, 98-92.

Þetta var annar sigur Detroit á Indiana í jafn mörgum leikjum á jafn mörgum dögum en Indiana hefur nú tapað þremur leikjum í röð.

Richard Hamilton skoraði 24 stig í leiknum og Chauncey Billups bætti við sautján. Rasheed Wallace gerði tíu stig og tók tíu fráköst í leiknum.

Hjá Indiana var Jermaine O'Neal stigahæstur með 20 stig og ellefu fráköst en Mike Dunleavy var með átján stig. Danny Granger var með fimmtán stig og Jason Maxiell tólf.

Boston Celtics vann sinn 25. leik á tímabilinu en liðið hefur aðeins tapað þremur. Er þetta besta sigurhlutfall félagsins frá upphafi.

Boston vann í nótt Utah, 104-98. Paul Pierce skoraði mikilvæga körfu þegar 28 sekúndur voru til leiksloka og tryggði í raun Boston sigur. Alls var hann með 24 stig í leiknum. Ray Allen var með 23 stig og Kevin Garnett fimmtán.

Dallas vann góðan sigur á Atlanta sem tapaði sínum fyrsta leik í sex leikjum. Dallas komst í 12-0 forystu og vann á endanum þrettán stiga sigur, 97-84.

Dirk Nowitzky var með 22 stig, Josh Howard og Devin Harris með nítján.

Úrslit annarra leikja í nótt:

Washington Wizards - Miami Heat 96-74

Orlando Magic - Charlotte Bobcats 104-95

New Orleans Hornets - Cleveland Cavaliers 86-76

Milwaukee Bucks - New Jersey Nets 95-97

Houston Rockets - Toronto Raptors 91-79

Seattle Supersonics - Minnesota Timberwolves 109-90

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×