Jólaævintýrið heldur áfram í Portland 22. desember 2007 12:27 Leikmenn Portland fagna innilega NordicPhotos/GettyImages Jólin koma snemma hjá öskubuskuliði Portland Trailblazers í ár og í nótt vann liðið 99-96 sigur á Denver Nuggets á heimavelli. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð í deildinni. Flestir bjuggust við að leiktíðin yrði ekki upp á marga fiska hjá Portland eftir að nýliði liðsins Greg Oden meiddist í sumar og gæti ekki spilað með liðinu alla leiktíðina. Liðið hefur hinsvegar sprungið út í vetur og ungir leikmenn liðsins hafa fleytt því á lengstu sigurgöngu vetrarins í NBA deildinni. Martell Webster skoraði 19 stig í nótt og þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge 18 hvor. Þetta er lengsta sigurganga Portland síðan leiktíðina 2001-02. "Hverjum hefði dottið í hug að það yrði Portland en ekki Phoenix eða Dallas sem næði lengstu sigurrispunni í vetur," sagði Roy ánægður eftir sigurinn. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu 34 stig hvor fyrir Denver en það dugði ekki til. Liðin leika saman í Norðvesturriðlinum í Vesturdeildinni og nú er Portland aðeins hársbreidd frá því að komast á toppinn í riðlinum - upp fyrir Denver og Utah, sem fyrirfram voru taldir öruggir sigurvegarar í riðlinum. Boston burstaði Chicago í nótt 107-82 þar sem Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston en Ben Gordon var með 19 stig hjá Chicago. Utah vann loksins á útivelli eftir ömurlegt gengi undanfarið þegar liðið burstaði Orlando 113-94. Stuðningsmenn Orlando bauluðu á liðið, sem virðist heillum horfið eftir frábæra byrjun í vetur - rétt eins og gestirnir frá Utah. Paul Millsap setti persónulegt met með 28 stigum og Carlos Boozer skoraði 24 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hedo Turkoglu skoraði 27 stig fyrir heimamenn og Dwight Howard var með 20 stig og 13 fráköst. LA Lakers vann fyrsta leik sinn í Philadelphia í næstum átta ár 106-101. Andrew Bynum skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Lakers en Andre Miller var með 21 stig hjá heimamönnum. Atlanta lagði Washington 97-92 þar sem Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Washington. New York er komið aftur á tapbraut eftir góðan sigur á Cleveland á dögunum. Liðið lá fyrir Charlotte á útivelli í nótt 105-95 þar sem Gerald Wallace var með 27 stig fyrir Charlotte en Nate Robinson skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit burstaði Memphis 94-67. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir heimamenn en Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis. Minnesota náði loksins fjórða leik sinn í vetur þegar það skellti Indiana nokkuð óvænt 131-118. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en Al Jefferson var að venju öflugur hjá Minnesota með 29 stig og 13 fráköst. Dallas lagði LA Clippers 102-89 og vann þar með fimmta leikinn í röð. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig fyrir Dallas en Chris Kaman skoraði 24 stig og hirti 19 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Toronto 123-115. Chris Bosh var með 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto en Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Seattle. NBA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Jólin koma snemma hjá öskubuskuliði Portland Trailblazers í ár og í nótt vann liðið 99-96 sigur á Denver Nuggets á heimavelli. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð í deildinni. Flestir bjuggust við að leiktíðin yrði ekki upp á marga fiska hjá Portland eftir að nýliði liðsins Greg Oden meiddist í sumar og gæti ekki spilað með liðinu alla leiktíðina. Liðið hefur hinsvegar sprungið út í vetur og ungir leikmenn liðsins hafa fleytt því á lengstu sigurgöngu vetrarins í NBA deildinni. Martell Webster skoraði 19 stig í nótt og þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge 18 hvor. Þetta er lengsta sigurganga Portland síðan leiktíðina 2001-02. "Hverjum hefði dottið í hug að það yrði Portland en ekki Phoenix eða Dallas sem næði lengstu sigurrispunni í vetur," sagði Roy ánægður eftir sigurinn. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu 34 stig hvor fyrir Denver en það dugði ekki til. Liðin leika saman í Norðvesturriðlinum í Vesturdeildinni og nú er Portland aðeins hársbreidd frá því að komast á toppinn í riðlinum - upp fyrir Denver og Utah, sem fyrirfram voru taldir öruggir sigurvegarar í riðlinum. Boston burstaði Chicago í nótt 107-82 þar sem Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston en Ben Gordon var með 19 stig hjá Chicago. Utah vann loksins á útivelli eftir ömurlegt gengi undanfarið þegar liðið burstaði Orlando 113-94. Stuðningsmenn Orlando bauluðu á liðið, sem virðist heillum horfið eftir frábæra byrjun í vetur - rétt eins og gestirnir frá Utah. Paul Millsap setti persónulegt met með 28 stigum og Carlos Boozer skoraði 24 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hedo Turkoglu skoraði 27 stig fyrir heimamenn og Dwight Howard var með 20 stig og 13 fráköst. LA Lakers vann fyrsta leik sinn í Philadelphia í næstum átta ár 106-101. Andrew Bynum skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Lakers en Andre Miller var með 21 stig hjá heimamönnum. Atlanta lagði Washington 97-92 þar sem Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Washington. New York er komið aftur á tapbraut eftir góðan sigur á Cleveland á dögunum. Liðið lá fyrir Charlotte á útivelli í nótt 105-95 þar sem Gerald Wallace var með 27 stig fyrir Charlotte en Nate Robinson skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit burstaði Memphis 94-67. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir heimamenn en Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis. Minnesota náði loksins fjórða leik sinn í vetur þegar það skellti Indiana nokkuð óvænt 131-118. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en Al Jefferson var að venju öflugur hjá Minnesota með 29 stig og 13 fráköst. Dallas lagði LA Clippers 102-89 og vann þar með fimmta leikinn í röð. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig fyrir Dallas en Chris Kaman skoraði 24 stig og hirti 19 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Toronto 123-115. Chris Bosh var með 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto en Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Seattle.
NBA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira