Fótbolti

Meistaradeildardrátturinn í beinni á Vísi

Nú klukkan 11 kemur í ljós hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og verður drátturinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í drættiinum og fara fyrstu leikirnir í 16-liða úrslitum fram dagana 19. og 20. febrúar.

Síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara svo fram 4. og 5. mars.

Liverpool, Celtic og Arsenal höfnuðu í öðru sæti í sínum riðlum og því fá liðin andstæðinga sem unnu sína riðla. Manchester United og Chelsea hirtu efsta sætið í sínum riðlum og fá því ef til vill auðveldari andstæðinga í næstu umferð, en þau fá líka að spila síðari leikinn á heimavelli.

Lið frá sama landi og sigurvegarar í riðlum geta ekki lent saman.

Þannig gæti Liverpool lent á móti Evrópumeisturum AC Milan, Inter, Barcelona, Real Madrid eða Sevilla.

Arsenal gæti einnig mætt einu af þessum liðum í drættinum eftir að hafa lent í öðru sæti í riðlakeppninni.

Man Utd gæti lent á móti liðum eins og Celtic, Schalke, Olympiakos, Lyon eða Fenerbahce og Chelsea gæti líka lent á móti liðum á borð við Celtic, Roma, Olympiakos, Lyon eða Fenerbahce.

Liðin sem unnu riðla sína: AC Milan, Barcelona, Chelsea, Inter Milan, Manchester United, Porto, Real Madrid og Sevilla.

Liðin sem urðu í öðru sæti í sínum riðlum: Arsenal, Celtic, Fenerbahce, Liverpool, Lyon, Olympiakos, Roma og Schalke 04.

Í hádeginu verður svo dregið í milliriðla í Evrópukeppni félagsliða þar sem lið eins og Bolton, Everton, Tottenham og Bayern Munchen.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×