Gunnar: Gaf merki um hornspyrnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2007 18:04 Dick Advocaat, þjálfari Zenit, var ekki ánægður með vítaspyrnudóm Kristins. Nordic Photos / AFP Gunnar Gylfason, FIFA aðstoðardómari, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar. Gunnar var aðstoðardómari Kristins í leik Everton og Zenit St. Pétursborg í UEFA-bikarkeppninni fyrr í mánuðinum. Kristinn dæmdi vítaspyrnu í leiknum og rak leikmann rússneska liðsins af velli í kjölfarið fyrir að handleika knöttinn innan teigs. Sjónvarpsendursýningar sýndu hins vegar að umræddur leikmaður handlék knöttinn ekki. Var því hvorki vítaspyrnan né rauða spjaldið réttur dómur. Kristinn tjáði sig um atvikið í samtali við Fréttablaðið þann 7. desember. „Þetta var stór ákvörðun sem ég tók í samráði við aðstoðardómara, sem var Gunnar Gylfason í þessu tilviki, og við stóðum náttúrlega og féllum með henni. Fyrst ég mat þetta þannig að leikmaður Zenit hefði handleikið knöttinn og um leið komið í veg fyrir mark, þá lá það í augum uppi samkvæmt reglum að dæma víti og gefa viðkomandi leikmanni rautt spjald. Ef ég hefði hins vegar séð atvikið frá öðru sjónarhorni, eins og ég sá á myndbandsupptöku eftir leikinn, þá hefði ég vitanlega hvorki dæmt víti né gefið leikmanninum rautt spjald," sagði Kristinn. Kristinn tjáði sig svo á nýjan leik um atvikið í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Heildarniðurstaðan er mjög góð en það var samt rætt samstarf okkar Gunnars [Gylfasonar aðstoðardómara]. Gunnari fannst þetta vera víti og hendi og ég varð auðvitað að elta hann enda erum við í sama liði. Við stöndum og föllum með því," sagði Kristinn. Gunnar Gylfason sendi svo frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í dag: „Samkvæmt reglum UEFA er dómurum óheimilt að tjá sig við fjölmiðla um þá leiki sem þeir dæma á vegum þeirra. Ég tel mig hins vegar knúinn til þess að leiðrétta misskilning sem hefur orðið vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum eftir leik Everton og Zenit Petersburg 5. desember s.l. Á 30. mínútu leiksins tók Kristinn þá ákvörðun að dæma vítaspyrnu á Zenit þegar undirritaður gaf merki um hornspyrnu." Evrópudeild UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Gunnar Gylfason, FIFA aðstoðardómari, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar. Gunnar var aðstoðardómari Kristins í leik Everton og Zenit St. Pétursborg í UEFA-bikarkeppninni fyrr í mánuðinum. Kristinn dæmdi vítaspyrnu í leiknum og rak leikmann rússneska liðsins af velli í kjölfarið fyrir að handleika knöttinn innan teigs. Sjónvarpsendursýningar sýndu hins vegar að umræddur leikmaður handlék knöttinn ekki. Var því hvorki vítaspyrnan né rauða spjaldið réttur dómur. Kristinn tjáði sig um atvikið í samtali við Fréttablaðið þann 7. desember. „Þetta var stór ákvörðun sem ég tók í samráði við aðstoðardómara, sem var Gunnar Gylfason í þessu tilviki, og við stóðum náttúrlega og féllum með henni. Fyrst ég mat þetta þannig að leikmaður Zenit hefði handleikið knöttinn og um leið komið í veg fyrir mark, þá lá það í augum uppi samkvæmt reglum að dæma víti og gefa viðkomandi leikmanni rautt spjald. Ef ég hefði hins vegar séð atvikið frá öðru sjónarhorni, eins og ég sá á myndbandsupptöku eftir leikinn, þá hefði ég vitanlega hvorki dæmt víti né gefið leikmanninum rautt spjald," sagði Kristinn. Kristinn tjáði sig svo á nýjan leik um atvikið í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Heildarniðurstaðan er mjög góð en það var samt rætt samstarf okkar Gunnars [Gylfasonar aðstoðardómara]. Gunnari fannst þetta vera víti og hendi og ég varð auðvitað að elta hann enda erum við í sama liði. Við stöndum og föllum með því," sagði Kristinn. Gunnar Gylfason sendi svo frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í dag: „Samkvæmt reglum UEFA er dómurum óheimilt að tjá sig við fjölmiðla um þá leiki sem þeir dæma á vegum þeirra. Ég tel mig hins vegar knúinn til þess að leiðrétta misskilning sem hefur orðið vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum eftir leik Everton og Zenit Petersburg 5. desember s.l. Á 30. mínútu leiksins tók Kristinn þá ákvörðun að dæma vítaspyrnu á Zenit þegar undirritaður gaf merki um hornspyrnu."
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira