Sport

Hokkíleikmaður fékk 30 leikja bann (myndband)

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chris Simon, leikmaður New York Islanders.
Chris Simon, leikmaður New York Islanders. Nordic Photos / Getty Images

Chris Simon, leikmaður New York Islanders í bandarísku hokkídeildinni, hefur verið dæmdur í 30 leikja bann fyrir að traðka á andstæðingi sínum.

Um er að ræða lengsta bann í sögu deildarinnar en Simon átti reyndar sjálfur gamla metið eins og lesa má um í fréttinni hér að neðan.

Simon traðkaði með skautanum sínum á ökkla Jarkko Ruutu, leikmanni Pittsburgh, í leik um helgina, eins og sjá má hér.

Simon fór í leyfi frá félagi sínu til að leita meðferðarúrræðis en í gær hitti hann svo Colin Campbell, varaforseta deildarinnar. Campbell sagði svo fjölmiðlum að Simon myndi fara í meðferð vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar en útskýrði það ekki nánar.

„Ég vona að bannið, sem nær til loka febrúar, og sú hjálp sem honum verði veitt muni verða til þess að hjálpa Chris að leysa úr sínum vandamálum."

Í mars síðastliðnum fékk hann 25 leikja bann fyrir að slá andstæðing sinn í andlitið með kylfu sinni og missti af þeim sökum af upphafi tímabilsins í haust.

Simon verður af tæpum nítján milljónum króna í tekjur á meðan hann tekur út bann sitt.


Tengdar fréttir

Í bann út tímabilið eftir hrottabrot - Með myndbandi

Chris Simon, leikmaður NY Islanders í NHL-deildinni í íshokkí í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í leikbann sem gildir út leiktíðina fyrir viðurstyggilegt brot á Ryan Hollweg, leikmanni NY Rangers. Atvikið átti sér stað í leik liðanna á fimmtudag og sló Simon Hollweg með kylfunni, beint í andlitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×