Sport

Tennisstjarna rænd á heimili sínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anna Chakvetadze lenti í óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum.
Anna Chakvetadze lenti í óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. Nordic Photos / AFP

Rússneska tenniskonan Anna Chakvetadze var á dögunum rænd á heimili fjölskyldu sinnar rétt utan Moskvu.

Atvikið átti sér stað í gærmorgun er sex grímuklæddir menn brutust inn á heimili fjölskyldunnar og bundu hana sjálfa og foreldra hennar niður.

Þjófarnir tóku bæði peningaseðla og skartgripi sem voru að minnsta kosti nítján milljón króna virði.

Faðir hennar, Dzhamal Chakvetadze, sagði í samtali við rússneska fréttastofu að það hefði ekkert þýtt að berjast gegn mönnunum.

„Þeir börðu mig en ég reyndi að svara fyrir mig. Þá lömdu þeir mig í hausinn með byssuskefti, að ég tel, en það var ansi dimmt. Þeir tóku fram byssu og minntu mig á að barnið mitt væri statt á heimilinu. Þeir sögðu mér að afhenda öll verðmæti og gerði ég það.“

Rússneski tennisþjálfarinn Shamil Tarpishchev sagði að Anna Chakvetadze, sem er tvítug að aldri, hafi reynt að þráast við en að það hafi engan árangur borið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×