Fótbolti

Rijkaard fékk tveggja leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rijkaard fékk tveggja leikja bann í dag.
Rijkaard fékk tveggja leikja bann í dag. Nordic Photos / AFP

Frank Rijkaard var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.

Hann tók út fyrra bannið í lokaleik Barcelona í riðlakeppninni, gegn Stuttgart, en mun einnig vera í banni í fyrri leik Börsunga í 16-liða úrslitum.

Rijkaard var rekinn upp í stúku fyrir kjaftbrúk í leik Barcelona og Lyon í Meistaradeildinni í lok nóvember.

Á föstudaginn verður dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og kemur þá í ljós hvaða andstæðing Barcelona fær í þeirri umferð.

Óvíst er hvort að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fái einnig tveggja leikja bann. Hann fékk einnig rauða spjaldið í leik Arsenal og Sevilla í síðasta mánuði.

Wenger gæti fengið harðari refsingu en Rijkaard þar sem hann fór ekki alla leið upp í áhorfendastúkuna eftir að dómarinn sendi hann þangað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×