Erlent

Barnamorðingja leitað á Facebook

Óli Tynes skrifar
Jon Venables og Robert Thompson á Facebook.
Jon Venables og Robert Thompson á Facebook.

Það vakti óhug um allan heim þegar tveir tíu ára gamlir breskir drengir myrtu hinn tveggja ára gamla James Bulger árið 1993.

Þeir lokkuðu hann með sér úr stórmarkaði þar sem hann var ásamt móður sinni og börðu hann til bana. Lík hans lögðu þeir svo á járnbrautarteina, þar sem lest ók yfir það.

Þeir Jon Venables og Robert Thompson voru dæmdir í tíu ára fangelsi fyrir morðið. Þeir voru látnir lausir fyrir sex árum og fengu þá ný nöfn sem ekki er hægt að rekja til fyrra lífs þeirra.

Nú hafa hinsvegar verið stofnuð hefndarsamtök á Facebook undir yfirskrift um að finna morðingja James Bulgers. Þau vilja koma morðingjunum aftur í fangelsi eða jafnvel láta taka þá af lífi.

Samtökin hvetja fólk til að skrá sig og taka þátt í því að hafa upp á þeim Venables og Thompson. Þeir sem standa að þessum samtökum munu alls óskyldir Bulger fjölskyldunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×