NBA í nótt: Fimmti tapleikur Utah í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. desember 2007 08:50 Steve Nash gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér í sjónvarpsviðtali í hálfleik. Nordic Photos / Getty Images Utah Jazz tapaði sínum fimmta leik í NBA-deildinni í nótt er það tapaði fyrir Phoenix Suns, 103-98. Steve Nash var í miklum ham og kláraði leikinn eftir að tönn brotnaði í honum um miðjan leikinn. Hann fékk óvart olnboga Carlos Boozer í sig þegar hann var að berjast um frákast. Þetta gerðist undir lok fyrri hálfleiks. Hann rétti þjálfaranum Aaron Nelson tönnina og fór svo í viðtal við ESPN-sjónvarpsstöðina áður en hann gekk til búningsklefans. Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 29 stig í leiknum og ellefu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af tólf skotum sínum innan teigs og þrjú af fjórum utan hans. Hann hitti einnig úr fimm vítaköstum á síðustu ellefu sekúndunum. Shawn Marion var með 26 stig og fimmtán fráköst fyrir Phoenix en stigahæstur hjá Utah var Boozer með 24 stig og þrettán fráköst. Paul Millsap var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah hefur ekki tapað fimm leikjum í röð síðan í apríl síðastliðnum. Phoenix virðist ganga betur gegn sterkari liðum deildarinnar en með sigrinum í nótt hefur liðið unnið tíu leiki og tapað aðeins einum gegn liðum sem eru með betra en 50% sigurhlutfall. Chris Bosh var öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Chris Bosh skoraði sautján stig er Toronto vann sinn þriðja sigur í röð með sextán stiga sigri á Dallas, 92-76. Kris Humphries bætti við sextán stig og tólf fráköstum en TJ Ford var frá vegna meiðsla. Hann skall illa með höfuðið í gólfið í fyrrinótt og var haldið á sjúkrahúsi í Atlanta yfir nóttina. Hann fékk hins vegar að snúa aftur til síns heima og var útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem hann var ekki með neina alvarlega áverka. Ford fékk frábærar viðtökur þegar hann kom á bekk Toronto-liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann fylgdist með leiknum. Hann sagðist þó ekkert geta sagt til um hvenær hann yrði klár í slaginn á nýjan leik. Dallas hefur ekki skorað svona fá stig í einum leik á leiktíðinni. Jason Terry var með 21 stig og Josh Howard var með nítján fyrir Dallas. Þá vann Indiana sigur á Chicago, 117-102, í ansi skrautlegum leik. Dómarar leiksins dæmdu fimm tæknivillur og ráku þá Tyrus Thomas, leikmann Chicago, og Troy Murphy, leikmann Indiana, af velli. Boston Celtic vann sinn sjöunda leik í röð og átjánda alls er liðið vann Sacramento, 90-78. Charlotte vann aðeins sinn annan leik af síðustu tíu er það vann LA Clippers, 108-103. New York tapaði sínum fjórða leik í röð er það tapaði fyrir Seattle, 117-110. Þá var Samuel Dalembert með átján stig, ellefu fráköst og níu varin skot er Philadelphia vann fjögurra stiga sigur á Minnesota, 98-94. Úrslit annarra leikja: Milwaukee Bucks - Orlando Magic 100-86Houston Rockets - Detroit Pistons 80-77Denver Nuggets - New Orleans Hornets 105-99Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 105-95 NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Utah Jazz tapaði sínum fimmta leik í NBA-deildinni í nótt er það tapaði fyrir Phoenix Suns, 103-98. Steve Nash var í miklum ham og kláraði leikinn eftir að tönn brotnaði í honum um miðjan leikinn. Hann fékk óvart olnboga Carlos Boozer í sig þegar hann var að berjast um frákast. Þetta gerðist undir lok fyrri hálfleiks. Hann rétti þjálfaranum Aaron Nelson tönnina og fór svo í viðtal við ESPN-sjónvarpsstöðina áður en hann gekk til búningsklefans. Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 29 stig í leiknum og ellefu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af tólf skotum sínum innan teigs og þrjú af fjórum utan hans. Hann hitti einnig úr fimm vítaköstum á síðustu ellefu sekúndunum. Shawn Marion var með 26 stig og fimmtán fráköst fyrir Phoenix en stigahæstur hjá Utah var Boozer með 24 stig og þrettán fráköst. Paul Millsap var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah hefur ekki tapað fimm leikjum í röð síðan í apríl síðastliðnum. Phoenix virðist ganga betur gegn sterkari liðum deildarinnar en með sigrinum í nótt hefur liðið unnið tíu leiki og tapað aðeins einum gegn liðum sem eru með betra en 50% sigurhlutfall. Chris Bosh var öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Chris Bosh skoraði sautján stig er Toronto vann sinn þriðja sigur í röð með sextán stiga sigri á Dallas, 92-76. Kris Humphries bætti við sextán stig og tólf fráköstum en TJ Ford var frá vegna meiðsla. Hann skall illa með höfuðið í gólfið í fyrrinótt og var haldið á sjúkrahúsi í Atlanta yfir nóttina. Hann fékk hins vegar að snúa aftur til síns heima og var útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem hann var ekki með neina alvarlega áverka. Ford fékk frábærar viðtökur þegar hann kom á bekk Toronto-liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann fylgdist með leiknum. Hann sagðist þó ekkert geta sagt til um hvenær hann yrði klár í slaginn á nýjan leik. Dallas hefur ekki skorað svona fá stig í einum leik á leiktíðinni. Jason Terry var með 21 stig og Josh Howard var með nítján fyrir Dallas. Þá vann Indiana sigur á Chicago, 117-102, í ansi skrautlegum leik. Dómarar leiksins dæmdu fimm tæknivillur og ráku þá Tyrus Thomas, leikmann Chicago, og Troy Murphy, leikmann Indiana, af velli. Boston Celtic vann sinn sjöunda leik í röð og átjánda alls er liðið vann Sacramento, 90-78. Charlotte vann aðeins sinn annan leik af síðustu tíu er það vann LA Clippers, 108-103. New York tapaði sínum fjórða leik í röð er það tapaði fyrir Seattle, 117-110. Þá var Samuel Dalembert með átján stig, ellefu fráköst og níu varin skot er Philadelphia vann fjögurra stiga sigur á Minnesota, 98-94. Úrslit annarra leikja: Milwaukee Bucks - Orlando Magic 100-86Houston Rockets - Detroit Pistons 80-77Denver Nuggets - New Orleans Hornets 105-99Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 105-95
NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira