Fótbolti

Jafnt á Nývangi í hálfleik

Eiður og félagar komu engum vörnum við í aukaspyrnu Antonio
Eiður og félagar komu engum vörnum við í aukaspyrnu Antonio NordicPhotos/GettyImages

Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Rangers er á leið út úr keppninni eins og staðan er í hálfleik því liðið er 1-0 undir á heimavelli gegn Lyon frá Frakklandi.

Það var Sydney Govou sem skoraði mark franska liðsins snemma leiks og geta Skotarnir í raun þakkað fyrir að hafa ekki fengið á sig fleiri mörk. Þeim nægir þó jafntefli til að komast í 16-liða úrslitin.

Staðan í leik Barcelona og Stuttgart í sama riðli er jöfn 1-1 þar sem Antonio kom gestunum frá Þýskalandi yfir á þriðju mínútu með laglegu marki úr aukaspyrnu. Það var svo Giovani sem jafnaði eftir sendingu frá Ronaldinho á 36. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen er í liði Barcelona í kvöld.

Í F-riðlinum er Manchester United 1-0 yfir gegn Roma í Róm þar sem varnarmaðurinn Gerard Pique skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Nani, en Rómverjar fengu nokkur dauðafæri til að jafna leikinn.

Í sama riðli hefur Sporting 1-0 yfir gegn slöku liði Dynamo frá Kænugarði.

Í G-riðli er staðan jöfn 0-0 hjá PSV og Inter, en Fenerbahce er að vinna CSKA frá Moskvu 2-1.

Í H-riðlinum er svo Arsenal 2-0 yfir gegn Steua þar sem Diaby og Bendtner skoruðu á 8. og 42. mínútu. Þá er markalaust í leik Slavia og Sevilla og fari leikar þannig verður það Arsenal sem vinnur riðilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×