Fótbolti

Celtic áfram þrátt fyrir tap

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gordon Strachan og lærisveinar komust áfram þrátt fyrir tap á Ítalíu.
Gordon Strachan og lærisveinar komust áfram þrátt fyrir tap á Ítalíu.

Skoska liðið Glasgow Celtic er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir að hafa tapað fyrir AC Milan á Ítalíu í kvöld. Þar sem Shaktar Donetsk beið lægri hlut fyrir Benfica 1-2 þá kemst Celtic áfram með ítalska liðinu.

AC Milan vann 1-0 sigur þar sem Filippo Inzaghi skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik. Evrópumeistararnir tóku því fyrsta sæti D-riðilsins.

Annars var leikurinn einstaklega bragðdaufur og fátt um marktækifæri.

Shaktar Donetsk hefði getað náð öðru sætinu með sigri á Benfica. Cardozo var hinsvegar búinn að skora tvívegis fyrir gestina þegar 22 mínútur voru liðnar af leiknum. Lucarelli minnkaði muninn fyrir Shaktar úr vítaspyrnu en lengra komst úkraínska liðið ekki.

Benfica náði því þriðja sæti riðilsins og fer í UEFA bikarinn. Þrátt fyrir góða byrjun þá hafnar Shaktar hinsvegar í botnsæti riðilsins og er úr leik.

Öðrum riðlum Meistaradeildarinnar lýkur í næstu viku.

D-riðill

AC Milan - Celtic 1-0

Shaktar - Benfica 1-2

Lokastaðan í riðlinum:

AC Milan - 13 stig

Celtic - 9 stig

Benfica - 7 stig

Shaktar Donetsk - 6 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×