NBA í nótt: New York hristi af sér slyðruorðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2007 12:09 Leikmenn New York fagna sigrinum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Eftir niðurlæginguna gegn Boston Celtics í fyrrinótt náði New York Knicks að koma sér aftur á rétta braut með sigri á Milwaukee Bucks í nótt. New York vann síðasta leikhlutann, 26-11, og samtals 91-88. New York náði að vinna upp sautján stiga forskot en það var Jamal Crawford sem skoraði körfuna sem tryggði New York sigur þegar 28 sekúndur voru til leiksloka. Strax eftir leik bað hann stuðningsmenn New York afsökunar á leiknum á móti Boston sem New York tapaði með 45 stiga mun. „Þetta var ekki okkur líkt - í alvörunni. Stuðningur áhorfenda skiptir okkur öllu máli," sagði Crawford. „Þetta var erfitt tap og ég er ánægður með að við náðum okkur á strik í kvöld." Crawford var með 25 stig í leiknum, rétt eins og Zach Randolph. Stephon Marbury skoraði þrettán stig áður en hann þurfti að hætta í leiknum í þriðja leikhluta vegna axlarmeiðsla. Fred Jones átti einnig ríkan þátt í góðum spretti New York í fjórða leikhluta og skoraði öll sín tíu stig í leiknum þá. Michael Redd skoraði 27 stig í leiknum fyrir Milwaukee. Hann klikkaði hins vegar á tveimur þriggja stiga skottilraunum undir lok leiksins. Þetta var þriðja tap Milwaukee í röð. Leikur New York og Boston var sögulegur að mörgu leyti. Þetta var þriðja versta tap New York í sögunni og næstfæst stig skoruð í einum leik í sögu félagsins. Leiknum var meira að segja sjónvarpað beint um gjörvöll Bandaríkin. Isiah Thomas heldur enn starfi sínu sem þjálfari Knicks en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á tímabilinu. Hvorki Chris Bosh né LeBron James voru með sínum liðum þegar Toronto mætti Cleveland í nótt. Það kom ekki að sök fyrir fyrrnefnda liðið þar sem Andrea Bargnani og Carlos Delfino áttu stórleik fyrir Toronto. Báðir bættu sitt persónulega met fyrir flest stig skoruð í einum leik. Bargnani skoraði 26 stig í leiknum og Delfino var með 24 stig. Toronto náði 20 stiga forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og var sigurinn nokkuð öruggur eftir það. Utah Jazz fór létt með LA Lakers, 120-96, í nótt en hvorki Carlos Boozer né Mehmet Okur léku með Utah vegna meiðsla. Andrei Kirilenko var með þrefalda tvennu og Deron Williams skoraði 35 stig í leiknum. Kirilenko var með 20 stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar ásamt því að stela sex boltum og verja fjögur skot. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers. Boston Celtics er enn á sigurbraut og liðið vann í nótt tíu stiga sigur á Miami Heat, 95-85. Paul Pierce var með 27 stig, þar af átján í fyrsta leikhluta. Kevin Garnett var með 23 stig. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix sem vann góðan sigur á Orlando Magic, 110-106. Liðin hafa verið gríðarlega öflug í vetur og hvort um sig aðeins tapað fjórum leikjum. Steve Nash var með fimmtán stig og fjórtán stoðsendingar en Dwight Howard gerði 30 stig fyrir Orlando og tók 23 fráköst. Manu Ginobili skoraði 31 stig og Tim Duncan vætti við 20 þegar San Antonio vann Minnesota, 106-91, Duncan tók einnig fjórtán fráköst.Önnur úrslit næturinnar: Seattle SuperSonics - Indiana Pacers 95-93 Denver Nuggets - LA Clippers 123-107 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 85-84 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 86-92 NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Eftir niðurlæginguna gegn Boston Celtics í fyrrinótt náði New York Knicks að koma sér aftur á rétta braut með sigri á Milwaukee Bucks í nótt. New York vann síðasta leikhlutann, 26-11, og samtals 91-88. New York náði að vinna upp sautján stiga forskot en það var Jamal Crawford sem skoraði körfuna sem tryggði New York sigur þegar 28 sekúndur voru til leiksloka. Strax eftir leik bað hann stuðningsmenn New York afsökunar á leiknum á móti Boston sem New York tapaði með 45 stiga mun. „Þetta var ekki okkur líkt - í alvörunni. Stuðningur áhorfenda skiptir okkur öllu máli," sagði Crawford. „Þetta var erfitt tap og ég er ánægður með að við náðum okkur á strik í kvöld." Crawford var með 25 stig í leiknum, rétt eins og Zach Randolph. Stephon Marbury skoraði þrettán stig áður en hann þurfti að hætta í leiknum í þriðja leikhluta vegna axlarmeiðsla. Fred Jones átti einnig ríkan þátt í góðum spretti New York í fjórða leikhluta og skoraði öll sín tíu stig í leiknum þá. Michael Redd skoraði 27 stig í leiknum fyrir Milwaukee. Hann klikkaði hins vegar á tveimur þriggja stiga skottilraunum undir lok leiksins. Þetta var þriðja tap Milwaukee í röð. Leikur New York og Boston var sögulegur að mörgu leyti. Þetta var þriðja versta tap New York í sögunni og næstfæst stig skoruð í einum leik í sögu félagsins. Leiknum var meira að segja sjónvarpað beint um gjörvöll Bandaríkin. Isiah Thomas heldur enn starfi sínu sem þjálfari Knicks en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á tímabilinu. Hvorki Chris Bosh né LeBron James voru með sínum liðum þegar Toronto mætti Cleveland í nótt. Það kom ekki að sök fyrir fyrrnefnda liðið þar sem Andrea Bargnani og Carlos Delfino áttu stórleik fyrir Toronto. Báðir bættu sitt persónulega met fyrir flest stig skoruð í einum leik. Bargnani skoraði 26 stig í leiknum og Delfino var með 24 stig. Toronto náði 20 stiga forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og var sigurinn nokkuð öruggur eftir það. Utah Jazz fór létt með LA Lakers, 120-96, í nótt en hvorki Carlos Boozer né Mehmet Okur léku með Utah vegna meiðsla. Andrei Kirilenko var með þrefalda tvennu og Deron Williams skoraði 35 stig í leiknum. Kirilenko var með 20 stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar ásamt því að stela sex boltum og verja fjögur skot. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers. Boston Celtics er enn á sigurbraut og liðið vann í nótt tíu stiga sigur á Miami Heat, 95-85. Paul Pierce var með 27 stig, þar af átján í fyrsta leikhluta. Kevin Garnett var með 23 stig. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix sem vann góðan sigur á Orlando Magic, 110-106. Liðin hafa verið gríðarlega öflug í vetur og hvort um sig aðeins tapað fjórum leikjum. Steve Nash var með fimmtán stig og fjórtán stoðsendingar en Dwight Howard gerði 30 stig fyrir Orlando og tók 23 fráköst. Manu Ginobili skoraði 31 stig og Tim Duncan vætti við 20 þegar San Antonio vann Minnesota, 106-91, Duncan tók einnig fjórtán fráköst.Önnur úrslit næturinnar: Seattle SuperSonics - Indiana Pacers 95-93 Denver Nuggets - LA Clippers 123-107 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 85-84 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 86-92
NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum