Fótbolti

Benfica rauf 500 marka múrinn

Pereira og Rui Costa fagna tímamótamarki Benfica í gærkvöld
Pereira og Rui Costa fagna tímamótamarki Benfica í gærkvöld NordicPhotos/GettyImages

Portúgalska liðið Benfica varð í gærkvöld sjöunda liðið til að skora 500 mörk í Evrópukeppninni í knattspyrnu þegar Maximiliano Pereira skoraði í 1-1 jafntefli liðsins við AC Milan.

Spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona hafa skorað flest mörk allra í keppninni en Liverpool hefur skorað flest mörk enskra liða í Evrópukeppnum og á ekki langt í að ná 500. markinu. Þá vekur athygli að belgíska liðið Anderlecht er fimmta sæti fyri flest mörk skoruð í Evrópukeppnum og situr í sætinu fyrir ofan stórlið AC Milan frá Ítalíu.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir flest mörk skoruð í Evrópukeppni, en athugið að þar er ekki meðtalinn árangur í Intertoto og Meistarakeppninni (Supercup).

Mörk, lið. leikir

832 Real Madrid 399

797 FC Barcelona 407

637 Juventus 356

618 Bayern München 326

519 Anderlecht 310

511 AC Milan 305

500 Benfica 294

498 Internazionale 318

494 Liverpool 274




Fleiri fréttir

Sjá meira


×