Sport

NFL: Dallas - Green Bay í beinni á Sýn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brett Favre, leikstjórnandi Green Bay.
Brett Favre, leikstjórnandi Green Bay. Nordic Photos / Getty Images

Stórleikur Dallas Cowboys og Green Bay Packers í NFL-deildinni verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 1.15 í nótt.

Þetta er einn af stærstu leikjum tímabilsins en liðin eru óumdeilanleika þau bestu í Þjóðardeildinni. Hvort um sig hefur unnið tíu leiki til þessa en aðeins tapað einum.

Goðsögnin Brett Favre er leikstjórnandi Green Bay en hann er 38 ára gamall og hefur átt gríðarlega gott tímabil. Hann er búinn að kasta næstmest allra leikstjórnandi í deildinni á tímabilinu en hann er rétt á eftir Tom Brady, leikstjórnanda New England Patriots. Þessir tveir eru í algjörum sérflokki í deildinni.

Tony Romo er leikstjórnandi Dallas og þykir vera besti ungi leikstjórnandi deildarinnar. Hann er ellefu árum yngri en Favre en hann ólst upp sem stuðningsmaður Green Bay og var Favre ávallt fyrirmyndin hans.

Favre hefur leikið með Green Bay frá 1992 og hefur lengi verið búist við því að hann leggi skóna á hilluna en þess í stað hefur Favre verið að sýna fádæma góða spretti í deildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×