Barnaníðingar með öðruvísi heila 29. nóvember 2007 14:52 Dr. Cantor segir að þó barnaníðingar stjórni ekki löngunum sínum, geti þeir stjórnað því hvað þeir gera. MYND/Getty Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum. Rannsóknin er gerð af Centre for Addiction and Mental Health í Toronto í Kanada og birtist í Journal of Psychiatry Research. Hún kemur í kjölfar rannsóknar vísindamanna við Yale háskóla, þar sem fram kom mismunur á hugsanamynstri barnaníðinga og heilbrigðra einstaklinga. Forstöðumaður rannsóknarinnar, Dr James Cantor, sagði að rannsóknin benti til þess að barnaníðingana skorti töluvert á hvítuvef sem tengdi saman sex mismunandi svæði í heilanum sem öll spiluðu rullu í kynferðislegri örvun. Kenning hans er sú að skortur á tengingum í heila valdi því að mennirnir geti ekki greint almennilega á milli þess sem væri viðeigandi og óviðeigandi þegar kemur að því hvað örvar þá kynferðislega. Hingað til hefur verið talið að barnahneigð tengist áfalli í æsku eða misnotkun. Hún hefur einnig verið tengd við lága greindarvísitölu, sem bendir til að tengsl séu við þróun heila. Barnaníðingar eru einnig þrisvar sinnum líklegri til að vera örvhentir en aðrir. Dr. Cantor lagði áherslu á að rannsóknin benti ekki til þess að ekki ætti að sækja barnaníðinga til saka fyrir verknað sinn. ,,Þó þú getir ekki valið hvað vekur áhuga þinn kynferðislega þýðir það ekki að þú getir ekki valið hvað þú gerir." sagði Dr. Cantor. Vísindi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum. Rannsóknin er gerð af Centre for Addiction and Mental Health í Toronto í Kanada og birtist í Journal of Psychiatry Research. Hún kemur í kjölfar rannsóknar vísindamanna við Yale háskóla, þar sem fram kom mismunur á hugsanamynstri barnaníðinga og heilbrigðra einstaklinga. Forstöðumaður rannsóknarinnar, Dr James Cantor, sagði að rannsóknin benti til þess að barnaníðingana skorti töluvert á hvítuvef sem tengdi saman sex mismunandi svæði í heilanum sem öll spiluðu rullu í kynferðislegri örvun. Kenning hans er sú að skortur á tengingum í heila valdi því að mennirnir geti ekki greint almennilega á milli þess sem væri viðeigandi og óviðeigandi þegar kemur að því hvað örvar þá kynferðislega. Hingað til hefur verið talið að barnahneigð tengist áfalli í æsku eða misnotkun. Hún hefur einnig verið tengd við lága greindarvísitölu, sem bendir til að tengsl séu við þróun heila. Barnaníðingar eru einnig þrisvar sinnum líklegri til að vera örvhentir en aðrir. Dr. Cantor lagði áherslu á að rannsóknin benti ekki til þess að ekki ætti að sækja barnaníðinga til saka fyrir verknað sinn. ,,Þó þú getir ekki valið hvað vekur áhuga þinn kynferðislega þýðir það ekki að þú getir ekki valið hvað þú gerir." sagði Dr. Cantor.
Vísindi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira