Össur heldur ekki vatni 27. nóvember 2007 10:57 Ég get ekki kvartað yfir móttökum bókar minnar um Guðna Ágústsson sem kom í verslanir um nýliðna helgi. Efni bókarinnar rataði inn í alla helstu fréttamiðla strax á föstudagskvöld og Mogginn stóð sína plikt á laugardeginum ásamt 24 stundum. Össur Skarphéðinsson var einn þeirra sem mætti í útgáfuhófið okkar Guðna í bókabúð Máls og menningar á föstudagseftirmiðdag og kvaðst ætla að lesa bókina upp til agna. Það var tveggja nátta lesning. Össur er vægast sagt hrifinn: Í stuttu máli: Mér fannst ævisaga Guðna gríðarlega skemmtileg aflestrar. Það kom mér ekki á óvart að Guðni Ágústsson reyndist góður sögumaður. Það vissi ég áður. Hann er leiftrandi íslenskumaður, talar mál hinna íslensku sveita, og er greinilega minnugur með afbrigðum. Ég átti samt ekki von á því að stjórnmálamaður - þó hann sé jafnsérstakur og sonurinn frá Brúnastöðum - gæti sent frá sér næstum fimm hundruð blaðsíðna bók sem héldi athygli vandfýsins kollega síns - sem þar að auki nauðaþekkir í honum innvolsið - svo sterklega fanginni sem mín var. Án efa á Sigmundur Ernir stóran þátt í hvað bókin er lipur og læsileg. Ég gekk að henni með þeim örlitlu fordómum að þeir félagarnir væru ekki heppileg blanda til að búa til góða bók. En Sigmundur Ernir bókstaflega tekur varla af sér silkihanskana bókina á enda. Hann á mikið hrós skilið fyrir sinn þátt. Ég geri þá játningu að ég er tilfinningaríkur stjórnmálamaður, en ég gat ekki varist því aftur og aftur að finnast stílbrögð og texti Sigmundar hreinasta lostæti. Það er nefnilega mikill vandi að skrifa ævisögu stjórnmálamanns sem allir telja sig þekkja, og gera það svona vel. Mér tækist það alla vega ekki. Það lá við að ég breytti fyrri áformum um að skrifa aldrei mína eigin pólitísku sögu! Það er ekki hægt að kvarta yfir þessu. Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor á Bifröst, hrífst líka: Það er list að skrifa góða ævisögu. Ég veit ekki hvernig Sigmundi Erni hefur tekist að skrifa einhverja áhugaverðustu og skemmtilegustu sögu um íslenskan stjórnmálamann sem ég hef lesið í mörg ár. Runólfur segir svo: Bókin Guðni, af lífi og sál er ekki bara fyrir Framsóknarmenn. Hún er fyrir allt áhugafólk um stjórmál og samtímasögu. Fjórar stjörnur, segir Runólfur. Ég þakka. Eða öllu heldur ég bugta mig. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Ég get ekki kvartað yfir móttökum bókar minnar um Guðna Ágústsson sem kom í verslanir um nýliðna helgi. Efni bókarinnar rataði inn í alla helstu fréttamiðla strax á föstudagskvöld og Mogginn stóð sína plikt á laugardeginum ásamt 24 stundum. Össur Skarphéðinsson var einn þeirra sem mætti í útgáfuhófið okkar Guðna í bókabúð Máls og menningar á föstudagseftirmiðdag og kvaðst ætla að lesa bókina upp til agna. Það var tveggja nátta lesning. Össur er vægast sagt hrifinn: Í stuttu máli: Mér fannst ævisaga Guðna gríðarlega skemmtileg aflestrar. Það kom mér ekki á óvart að Guðni Ágústsson reyndist góður sögumaður. Það vissi ég áður. Hann er leiftrandi íslenskumaður, talar mál hinna íslensku sveita, og er greinilega minnugur með afbrigðum. Ég átti samt ekki von á því að stjórnmálamaður - þó hann sé jafnsérstakur og sonurinn frá Brúnastöðum - gæti sent frá sér næstum fimm hundruð blaðsíðna bók sem héldi athygli vandfýsins kollega síns - sem þar að auki nauðaþekkir í honum innvolsið - svo sterklega fanginni sem mín var. Án efa á Sigmundur Ernir stóran þátt í hvað bókin er lipur og læsileg. Ég gekk að henni með þeim örlitlu fordómum að þeir félagarnir væru ekki heppileg blanda til að búa til góða bók. En Sigmundur Ernir bókstaflega tekur varla af sér silkihanskana bókina á enda. Hann á mikið hrós skilið fyrir sinn þátt. Ég geri þá játningu að ég er tilfinningaríkur stjórnmálamaður, en ég gat ekki varist því aftur og aftur að finnast stílbrögð og texti Sigmundar hreinasta lostæti. Það er nefnilega mikill vandi að skrifa ævisögu stjórnmálamanns sem allir telja sig þekkja, og gera það svona vel. Mér tækist það alla vega ekki. Það lá við að ég breytti fyrri áformum um að skrifa aldrei mína eigin pólitísku sögu! Það er ekki hægt að kvarta yfir þessu. Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor á Bifröst, hrífst líka: Það er list að skrifa góða ævisögu. Ég veit ekki hvernig Sigmundi Erni hefur tekist að skrifa einhverja áhugaverðustu og skemmtilegustu sögu um íslenskan stjórnmálamann sem ég hef lesið í mörg ár. Runólfur segir svo: Bókin Guðni, af lífi og sál er ekki bara fyrir Framsóknarmenn. Hún er fyrir allt áhugafólk um stjórmál og samtímasögu. Fjórar stjörnur, segir Runólfur. Ég þakka. Eða öllu heldur ég bugta mig. -SER.