Erlent

Ekkja Pavarottis krefst skaðabóta

Óli Tynes skrifar

Ekkja Lucianos Pavarottis krefst tæplega þriggja milljarða króna skaðabóta af vinum óperusöngvarans fyrir særandi ummæli um sig. Henni var lýst sem sjálfselskri nöðru sem hugsaði aðeins um peninga.

Fljótlega eftir lát Pavarottis fóru að birtast um það fréttir í ítölskum fjölmiðlum að hann hefði verið afar óhamingjusamur í hjónabandi sínu við Nicolettu Mantovani. Mantovani hafi barist við dætur hans af fyrra hjónabandi um dánarbú hans og hugsað mest um peninga.

Tvær nánar vinkonur söngvarans hafa nú ýtt undir þetta í viðtölum við fjölmiðla. Þær segja að Pavarotti hafa kvartað undan því að á síðustu árum hans hafi Mantovani kvalið hann. Hún hafi látið hann búa einan og einangrað hann.

Og ekki batnaði það þegar hann var lagður inn á sjúkrahús, að sögn kvennanna. Pavarotti hafi sagt að hún hugsaði ekki um neitt nema peninga. Hún væri sífellt að koma með skjöl fyrir hann að undirrita og hótaði að leyfa honum ekki að sjá fögurra ára dóttur þeirra, ef hann hlýddi ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×