Phil Jackson: Shaq er ekki búinn 23. nóvember 2007 16:45 Jackson og O´Neal voru góðir saman hjá Lakers NordicPhotos/GettyImages Phila Jackson, fyrrum þjálfari Shaquille O´Neal hjá LA Lakers, er ósammála þeim fullyrðingum margra að miðherjinn sé búinn að vera sökum aldurs. Jackson vann á sínum tíma þrjá meistaratitla með O´Neal hjá Lakers, en tröllið hefur ekki byrjað vel á leiktíðinni með Miami í haust og blaðamenn vestanhafs eru margir farnir að afskrifa þann stóra. Jackson er ekki sammála þessu en segist skilja kollega sinn Pat Riley hjá Miami og þá ákvörðun hans að skipta O´Neal af velli eftir innan við mínútu í leik á dögunum - þar sem Riley þótti sá stóri ekki standa sig í varnarleiknum. "Var hann ekki að spila annan leikinn sinn á tveimur dögum? Og Riley leyfði honum ekki að hita upp," sagði Jackson glottandi. "Ég held að Riley hafi bara verið að senda honum smá skilaboð. Þetta verður örugglega betra í framtíðinni." Jackson segist sjálfur ekki hafa notað viðlíka aðferðir þegar hann þjálfaði O´Neal á sínum tíma, en kom honum í skemmtilegan bobba í eitt skiptið. "Ég spurði hann einu sinni í leikhléi hvort hann vissi hvað hefði verið ótrúlegasta metið sem Wilt Chamberlain setti á ferlinum. Hann giskaði á að það hefði verið þegar Wilt var með 50 stig að meðaltali eina leiktíðina - en það var ekki rétt svar. "Ég sagði honum þá að það hefði verið þegar Wilt spilaði allar mínúturnar í hverjum einasta leik nema tvær - allt tímabilið. Ég spurði Shaq hvort hann héldi að hann gæti gert það sjálfur, maðurinn sem kallaði sjálfan sig Ofurmennið? Hann sagði já - og ég lét á það reyna. Hann spilaði nánast hverja mínútu í fjóra eða fimm leiki í röð en eftir það taldi hann nóg komið af svo góðu," sagði Jackson. "Hann komst nú reyndar í fínt form eftir þetta og mér fannst hann bregðast ágætlega við áskoruninni." Jackson vill ekki kaupa það að O´Neal sé búinn að vera. "Ég sá að það var einhver að reyna að halda útför hans í blöðunum um daginn og binda enda á feril hans, en ég held að hann eigi eftir að standa sig ágætlega í vetur," sagði hinn nífaldi NBA meistari. NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Phila Jackson, fyrrum þjálfari Shaquille O´Neal hjá LA Lakers, er ósammála þeim fullyrðingum margra að miðherjinn sé búinn að vera sökum aldurs. Jackson vann á sínum tíma þrjá meistaratitla með O´Neal hjá Lakers, en tröllið hefur ekki byrjað vel á leiktíðinni með Miami í haust og blaðamenn vestanhafs eru margir farnir að afskrifa þann stóra. Jackson er ekki sammála þessu en segist skilja kollega sinn Pat Riley hjá Miami og þá ákvörðun hans að skipta O´Neal af velli eftir innan við mínútu í leik á dögunum - þar sem Riley þótti sá stóri ekki standa sig í varnarleiknum. "Var hann ekki að spila annan leikinn sinn á tveimur dögum? Og Riley leyfði honum ekki að hita upp," sagði Jackson glottandi. "Ég held að Riley hafi bara verið að senda honum smá skilaboð. Þetta verður örugglega betra í framtíðinni." Jackson segist sjálfur ekki hafa notað viðlíka aðferðir þegar hann þjálfaði O´Neal á sínum tíma, en kom honum í skemmtilegan bobba í eitt skiptið. "Ég spurði hann einu sinni í leikhléi hvort hann vissi hvað hefði verið ótrúlegasta metið sem Wilt Chamberlain setti á ferlinum. Hann giskaði á að það hefði verið þegar Wilt var með 50 stig að meðaltali eina leiktíðina - en það var ekki rétt svar. "Ég sagði honum þá að það hefði verið þegar Wilt spilaði allar mínúturnar í hverjum einasta leik nema tvær - allt tímabilið. Ég spurði Shaq hvort hann héldi að hann gæti gert það sjálfur, maðurinn sem kallaði sjálfan sig Ofurmennið? Hann sagði já - og ég lét á það reyna. Hann spilaði nánast hverja mínútu í fjóra eða fimm leiki í röð en eftir það taldi hann nóg komið af svo góðu," sagði Jackson. "Hann komst nú reyndar í fínt form eftir þetta og mér fannst hann bregðast ágætlega við áskoruninni." Jackson vill ekki kaupa það að O´Neal sé búinn að vera. "Ég sá að það var einhver að reyna að halda útför hans í blöðunum um daginn og binda enda á feril hans, en ég held að hann eigi eftir að standa sig ágætlega í vetur," sagði hinn nífaldi NBA meistari.
NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira