Brown baðst afsökunar Guðjón Helgason skrifar 21. nóvember 2007 17:45 Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landa sína ekkert þurfa að óttast þó diskar frá skattinum með persónuupplýsingar um hálfa þjóðina hafi horfið fyrir þremur vikum. Hann baðst afsökunar á atvikinu og þeim áhyggjum sem það hefði valdið hjá tuttugu og fimm milljón Bretum. Ekki er vitað hvort diskarnir tveir komust í hendur skúrka sem ætli að nota upplýsingarnar til að hafa af fólki fé. Sendill fór með þá í póst. Sendingin var ekki skráð og því illmögulegt að vita hvar hún hvarf í kerfinu eða hvort hún hafi yfir höfuð póstlögð. Skattstjórinn í Bretlandi hefur sagt af sér og verulega hitnað undir Alistair Darling, fjármálaráðherra. Hann og Gordon Brown, forsætisráðherra vissu af hvarfi diskanna tíunda þessa mánaðar en greindu ekki frá því. Stjórnmálaskýrendur telja að málið geti reynst forsætisráðherra erfitt - hann hafi jú verið fjármálaráðherra þar til í sumar. Í breska þinginu í dag baðst forsætisráðherra afsökunar á þeim óþægindum og áhyggjum sem þetta hefði valdið milljónum fjölskyldna sem fá barnabætur. David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, benti á að forsætisráðherra hefði verið fjármálaráðherra í áratug og skattayfirvöld þá heyrt undir hann. Hann spurði forsætisráðherra hvort honum væri brugðið. Brown svaraði því til að allir þeir sem fengju barnabætur ættu að vita allt yrði gert nú til að lagfæra starfshætti skattsins breska. Ekki yrði numið staðar þar heldur það sama gert hjá öllum öðrum opinberum stofnunum og embættum. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, sagði í samtali við fréttastofa að vinnuaðferðir eins og þær sem nú hefði orðið uppvíst um í Bretlandi þekktust ekki hér á landi. Þess fyrir utan væri reglulega farið yfir öryggismál og vinnuferla og starfhópur að störfum. Þær upplýsingar fengust hjá Persónuvernd að enn hefði ekki verið gerð úttekt á öryggi skattstofunnar hér á landi en að það væri á dagskrá. Erlent Fréttir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landa sína ekkert þurfa að óttast þó diskar frá skattinum með persónuupplýsingar um hálfa þjóðina hafi horfið fyrir þremur vikum. Hann baðst afsökunar á atvikinu og þeim áhyggjum sem það hefði valdið hjá tuttugu og fimm milljón Bretum. Ekki er vitað hvort diskarnir tveir komust í hendur skúrka sem ætli að nota upplýsingarnar til að hafa af fólki fé. Sendill fór með þá í póst. Sendingin var ekki skráð og því illmögulegt að vita hvar hún hvarf í kerfinu eða hvort hún hafi yfir höfuð póstlögð. Skattstjórinn í Bretlandi hefur sagt af sér og verulega hitnað undir Alistair Darling, fjármálaráðherra. Hann og Gordon Brown, forsætisráðherra vissu af hvarfi diskanna tíunda þessa mánaðar en greindu ekki frá því. Stjórnmálaskýrendur telja að málið geti reynst forsætisráðherra erfitt - hann hafi jú verið fjármálaráðherra þar til í sumar. Í breska þinginu í dag baðst forsætisráðherra afsökunar á þeim óþægindum og áhyggjum sem þetta hefði valdið milljónum fjölskyldna sem fá barnabætur. David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, benti á að forsætisráðherra hefði verið fjármálaráðherra í áratug og skattayfirvöld þá heyrt undir hann. Hann spurði forsætisráðherra hvort honum væri brugðið. Brown svaraði því til að allir þeir sem fengju barnabætur ættu að vita allt yrði gert nú til að lagfæra starfshætti skattsins breska. Ekki yrði numið staðar þar heldur það sama gert hjá öllum öðrum opinberum stofnunum og embættum. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, sagði í samtali við fréttastofa að vinnuaðferðir eins og þær sem nú hefði orðið uppvíst um í Bretlandi þekktust ekki hér á landi. Þess fyrir utan væri reglulega farið yfir öryggismál og vinnuferla og starfhópur að störfum. Þær upplýsingar fengust hjá Persónuvernd að enn hefði ekki verið gerð úttekt á öryggi skattstofunnar hér á landi en að það væri á dagskrá.
Erlent Fréttir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira