Körfubolti

Skotglaður Durant

Kevin Durant hefur tekið 20,6 skot að meðaltali í fyrstu fimm leikjum sínum
Kevin Durant hefur tekið 20,6 skot að meðaltali í fyrstu fimm leikjum sínum NordicPhotos/GettyImages

Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle Supersonics í NBA deildinni er ekki hræddur við að taka skotin í fyrstu leikjum sínum meðal þeirra bestu. Skotgleði hans er sú næst mesta hjá nýliða í NBA í 30 ár.

Durant hefur þannig tekið 103 skot í fyrstu fimm leikjum sínum sem atvinnumaður og síðan NBA og ABA deildirnar runnu saman fyrir 31 ári síðan, hefur aðeins háloftafuglinn Dominique Wilkins verið skotglaðari í fyrstu fimm leikjum sínum (106 skot árið 1982).

Þeir Durant og Wilkins voru þó langt frá því að toppa skotgleði hins goðsagnakennda Wilt Chamberlain, sem tók 169 skot í fyrstu fimm leikjum sínum þegar hann kom inn í deildina á sínum tíma.

Hérna er listi yfir skotglöðustu nýliða síðustu 30 ára í fyrstu fimm leikjunum. (Leiktíð, nafn, lið, stig í fyrstu fimm leikjunum)

1982-83 Dominique Wilkins, Atlanta 106

2007-08 Kevin Durant, Seattle 103

1993-94 Jamal Mashburn, Dallas 98

1982-83 Clark Kellogg, Indiana 98

1985-86 Patrick Ewing, New York 96

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×