Körfubolti

Áfall fyrir Keflavík

Mynd/Vilhelm

Kvennalið Keflavíkur hefur orðið fyrir miklu áfalli eftir Bryndís Guðmundsdóttir sleit krossbönd í hné í leik með unglingaflokki félagsins í gær. Bryndís hefur verið lykilmaður í sterku toppliði Keflavíkur á leiktíðinni.

Bryndís hefur verið að skora að meðaltali um 20 stig í leik í vetur og því er ljóst að þetta er liðinu mikil blóðtaka, en enn er ekki komið í ljós hversu lengi Bryndís verður frá keppni.

Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×