Körfubolti

Boston - Washington í beinni á Sýn í nótt

Stórstjörnurnar í Boston spila sinn fyrsta alvöru leik í nótt
Stórstjörnurnar í Boston spila sinn fyrsta alvöru leik í nótt NordicPhotos/GettyImages

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta á miðnætti í nótt þegar stöðin sýnir beint frá viðureign Boston og Washington. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu í Boston.

Þetta verður opnunarleikur Boston í deildarkeppninni eftir að það fékk til sín framherjann Kevin Garnett og stórskyttuna Ray Allen í sumar. Liðið á þó ekki von á góðu ef marka má blogg hins litríka Gilbert Arenas hjá Washington fyrr í haust.

"Þegar ég var lítill langaði mig alltaf að skora 100 stig í einum leik í NBA, en síðan hef ég séð að það er næstum ómögulegt. Ef það ætti hinsvegar að gerast á móti einhverju liði - ætti það að gerast á móti Boston. Ég segi ykkur það Boston-menn - þið munið tapa þann 2. nóvember," sagði Arenas á blogginu seint í september.

Arenas er vanur að taka mótlæti mjög persónulega og þessar yfirlýsingar hans eru byggðar á áralangri fýlu hans út í félagð síðan hann var nýliði að reyna fyrir sér sumarið áður en hann var valinn í nýliðavalinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×