Churchill hótaði afsögn vegna vetnissprengjunnar Óli Tynes skrifar 1. nóvember 2007 13:54 Sir Winston Churchill. Winston Churchill hótaði að segja af sér sem forsætisráðherra, árið 1954 ef samráðherrar hans féllust ekki á að Bretar skiptu ekki kjarnorkusprengjum sínum út fyrir hinar margfallt öflugri vetnissprengjur. Málið fór af stað á ríkisstjórnarfundi í júlí. Hann hófst með því að Churchill tilkynnti að hann hefði ákveðið að láta smíða vetnissprengjur.Harold MacMillan sem þá var húsnæðismálaráðherra sagði að þeim væri brugðið við að vera tilkynnt þetta svona umbúðalaust og án nokkurs samráðs. Fleiri ráðherrar meðal annars Salisbury lávarður tóku í sama streng.Salisbury benti á að þótt Churchill hefði stjórnarskrárlegan rétt til þess að taka þessa ákvörðun einn þá hefðu ráðherrar rétt til þess að segja af sér ef þeir væru ósammála.Málið var aftur tekið fyrir tveim vikum síðar og Churchill hóf þá vörn sína á sókn. Hann sagðist ekki telja að gjörð hans væri óviðeigandi. Ef ríkisstjórnin væri þeirrar skoðunar væri ljóst að hann nyti ekki trausts hennar lengur og hann yrði að segja af sér.Enginn ráðherranna lagði í að sjá hönd hans í þessu pókerspili og Churchill hafði sitt fram.Þessar upplýsingar komu fram í minnisblöðum ritara ríkisstjórnarinnar, sem nýlega var létt leynd af. Í þessum minnisblöðum kemur einnig fram að Churchill var ákveðinn í að standa utan við Víetnamstríðið, sem þá vofði yfir."Við megum ekki missa áhrif okkar í Bandaríkjunum, en við ættum ekki að blanda okkur í þetta," sagði ráðherrann sem þá var 79 ára gamall. Erlent Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Winston Churchill hótaði að segja af sér sem forsætisráðherra, árið 1954 ef samráðherrar hans féllust ekki á að Bretar skiptu ekki kjarnorkusprengjum sínum út fyrir hinar margfallt öflugri vetnissprengjur. Málið fór af stað á ríkisstjórnarfundi í júlí. Hann hófst með því að Churchill tilkynnti að hann hefði ákveðið að láta smíða vetnissprengjur.Harold MacMillan sem þá var húsnæðismálaráðherra sagði að þeim væri brugðið við að vera tilkynnt þetta svona umbúðalaust og án nokkurs samráðs. Fleiri ráðherrar meðal annars Salisbury lávarður tóku í sama streng.Salisbury benti á að þótt Churchill hefði stjórnarskrárlegan rétt til þess að taka þessa ákvörðun einn þá hefðu ráðherrar rétt til þess að segja af sér ef þeir væru ósammála.Málið var aftur tekið fyrir tveim vikum síðar og Churchill hóf þá vörn sína á sókn. Hann sagðist ekki telja að gjörð hans væri óviðeigandi. Ef ríkisstjórnin væri þeirrar skoðunar væri ljóst að hann nyti ekki trausts hennar lengur og hann yrði að segja af sér.Enginn ráðherranna lagði í að sjá hönd hans í þessu pókerspili og Churchill hafði sitt fram.Þessar upplýsingar komu fram í minnisblöðum ritara ríkisstjórnarinnar, sem nýlega var létt leynd af. Í þessum minnisblöðum kemur einnig fram að Churchill var ákveðinn í að standa utan við Víetnamstríðið, sem þá vofði yfir."Við megum ekki missa áhrif okkar í Bandaríkjunum, en við ættum ekki að blanda okkur í þetta," sagði ráðherrann sem þá var 79 ára gamall.
Erlent Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira