Hitað upp fyrir NBA-deildina - Suðvesturriðillinn 30. október 2007 17:44 Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen verða væntanlega sterkir með Boston Celtics í vetur. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192)Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Houston: Tracy McGrady. Suðvesturriðillinn Houston Rockets Miklar væntingar voru gerðar til Rockets liðsins á síðast tímabili en liðið skartar stjörnum á borð við Tracy McGrady og Yao Ming. Allt kom fyrir ekki og liðið datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir nokkuð spennandi rimmu við Utah Jazz, en Houston hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni í 10 ár. Jeff Van Gundy, þjálfari liðsins, var látinn taka pokann og Rick Adelman ráðinn í stað hans. Adelman er sóknarþenkjandi þjálfari og kemur því með allt aðrar áherslur en hinn varnarsinnaði Van Gundy og gaman verður að sjá hvernig tröllinu Yao Ming gengur að fóta sig ef Adelman ætlar að keyra upp hraðann í sóknarleiknum. Helstu breytingar sem voru gerðar á leikmannahópnum í sumar voru þær að Mike James kom til liðsins í skiptum fyrir hinn reynda framherja Juwan Howard og þá fékk liðið bakvörðinn Steve Francis til liðs við sig á ný. Lykilmaður Dallas: Dirk Nowitzky. Dallas Mavericks Árangur Dallas Mavericks var stórkostlegur í deildarkeppninni í fyrra. Liðið vann 67 leiki en tapaði 15. Fátt virtist koma í veg fyrir að liðið færi í lokaúrslitin og sumir voru jafnvel farnir að spá þeim sigri. En þeir mættu ofjörlum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, Golden State Warriors. Dirk Nowitzki, stjarna liðsins, náði sér aldrei almennilega á strik og leikmenn voru nánast niðurlægðir. Leikstjórnandinn Devin Harris hjá Dallas Mavericks skrifaði í sumar undir nýjan fimm ára samning við félagið. Hann er mikilvægur fyrir framtíð liðsins en maðurinn sem allt veltur á er Nowitzki. Það er mál manna að þolinmæði eiganda Dallas verði á þrotum ef liðið nær ekki að vinna titilinn í vor. Lykilmaður San Antonio: Tim Duncan. San Antonio Spurs San Antonio liðið vann sinn þriðja titil á öldinni þegar það slátraði Cleveland 4-0 í úrslitunum í sumar. Liðinu hefur enn ekki tekist að verja titilinn þrátt fyrir að vera með jafnbesta liðið í deildinni síðustu ár og það verður í raun það eina sem Tim Duncan og félagar hafa að keppa að í vetur. Ólíklegt verður að teljast að San Antonio verði endilega í hópi liða með besta árangurinn í deildarkeppninni og mun Gregg Popovich þjálfari vafalítið reyna að spara þá Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili eins og hann getur í vetur. San Antonio er mulningsvél sem hrekkur venjulega í gang upp úr stjörnuhelginni í febrúar og það sama verður líklega uppi á teningnum í ár. Lykilmenn liðsins eru sumir hverjir orðnir ansi fullorðnir og þurfa því að fara sparlega með sig fram að því. Liðið verður klárlega alltaf inni í myndinni sem líklegur NBA meistari í meðan núverandi kjarni verður hjá liðinu og svo virðist vera því í dag bárust tíðindi af því að Tim Duncan væri búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við félagið. Duncan átti þrjú ár eftir af samningi sínum og hefur víst lofað sér út leiktíðina 2012. Lykilmaður Memphis: Pau Gasol Memphis Grizzlies Memphis Grizzlies er ungt lið. Tímabilið 2006-2007 var hörmulegt fyrir liðið. Það vann 22 leiki í deildarkeppninni en töpuðu sextíu og endaði á botninum. Í kjölfarið sagði Jerry West af sér sem framkvæmdastjóri liðsins. Í sumar var svo ráðinn nýr þjálfari, Marc Iavaroni, en hann hafði áður starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Phoenix Suns. Þá fékk félagið til sín framherjann/miðherjann Darko Milicic frá Orlando Magic og eru miklar vonir bundnar við að hann nái að skipa öflugt lið í Memphis með þeim Pau Gasol og Mike Miller. Grizzlies fengu fjórða valrétt í nýliðavalinu og völdu Mike Conley. Hann kemur frá Ohio State háskólanum. Lykilmaður New Orleans: Chris Paul. New Orleans Hornets Hornets-liðið snýr nú endanlega aftur á heimaslóðir eftir að fellibylurinn Katrín lagði allt í rúst í New Orleans. Félagið virðist nokkuð öruggt með að eiga þar framtíðarheimili þrátt fyrir tengsl sín við Oklahoma City. Sérfræðingar í NBA deildinni eru flestir á því að lið New Orleans verði í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í vor, en það eina sem stendur í vegi fyrir því er heilsufar lykilmanna liðsins. Stórskyttan Peja Stojakovic spilaði þannig ekkert með liðinu á síðustu leiktíð og leikstjórnandinn Chris Paul missti úr marga leiki. Lið á borð við Hornets má illa við svona blóðtöku, en á pappírunum eru lærisveinar Byron Scott með fínt lið sem á góðum degi getur keppt við hvaða lið sem er. NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192)Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Houston: Tracy McGrady. Suðvesturriðillinn Houston Rockets Miklar væntingar voru gerðar til Rockets liðsins á síðast tímabili en liðið skartar stjörnum á borð við Tracy McGrady og Yao Ming. Allt kom fyrir ekki og liðið datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir nokkuð spennandi rimmu við Utah Jazz, en Houston hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni í 10 ár. Jeff Van Gundy, þjálfari liðsins, var látinn taka pokann og Rick Adelman ráðinn í stað hans. Adelman er sóknarþenkjandi þjálfari og kemur því með allt aðrar áherslur en hinn varnarsinnaði Van Gundy og gaman verður að sjá hvernig tröllinu Yao Ming gengur að fóta sig ef Adelman ætlar að keyra upp hraðann í sóknarleiknum. Helstu breytingar sem voru gerðar á leikmannahópnum í sumar voru þær að Mike James kom til liðsins í skiptum fyrir hinn reynda framherja Juwan Howard og þá fékk liðið bakvörðinn Steve Francis til liðs við sig á ný. Lykilmaður Dallas: Dirk Nowitzky. Dallas Mavericks Árangur Dallas Mavericks var stórkostlegur í deildarkeppninni í fyrra. Liðið vann 67 leiki en tapaði 15. Fátt virtist koma í veg fyrir að liðið færi í lokaúrslitin og sumir voru jafnvel farnir að spá þeim sigri. En þeir mættu ofjörlum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, Golden State Warriors. Dirk Nowitzki, stjarna liðsins, náði sér aldrei almennilega á strik og leikmenn voru nánast niðurlægðir. Leikstjórnandinn Devin Harris hjá Dallas Mavericks skrifaði í sumar undir nýjan fimm ára samning við félagið. Hann er mikilvægur fyrir framtíð liðsins en maðurinn sem allt veltur á er Nowitzki. Það er mál manna að þolinmæði eiganda Dallas verði á þrotum ef liðið nær ekki að vinna titilinn í vor. Lykilmaður San Antonio: Tim Duncan. San Antonio Spurs San Antonio liðið vann sinn þriðja titil á öldinni þegar það slátraði Cleveland 4-0 í úrslitunum í sumar. Liðinu hefur enn ekki tekist að verja titilinn þrátt fyrir að vera með jafnbesta liðið í deildinni síðustu ár og það verður í raun það eina sem Tim Duncan og félagar hafa að keppa að í vetur. Ólíklegt verður að teljast að San Antonio verði endilega í hópi liða með besta árangurinn í deildarkeppninni og mun Gregg Popovich þjálfari vafalítið reyna að spara þá Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili eins og hann getur í vetur. San Antonio er mulningsvél sem hrekkur venjulega í gang upp úr stjörnuhelginni í febrúar og það sama verður líklega uppi á teningnum í ár. Lykilmenn liðsins eru sumir hverjir orðnir ansi fullorðnir og þurfa því að fara sparlega með sig fram að því. Liðið verður klárlega alltaf inni í myndinni sem líklegur NBA meistari í meðan núverandi kjarni verður hjá liðinu og svo virðist vera því í dag bárust tíðindi af því að Tim Duncan væri búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við félagið. Duncan átti þrjú ár eftir af samningi sínum og hefur víst lofað sér út leiktíðina 2012. Lykilmaður Memphis: Pau Gasol Memphis Grizzlies Memphis Grizzlies er ungt lið. Tímabilið 2006-2007 var hörmulegt fyrir liðið. Það vann 22 leiki í deildarkeppninni en töpuðu sextíu og endaði á botninum. Í kjölfarið sagði Jerry West af sér sem framkvæmdastjóri liðsins. Í sumar var svo ráðinn nýr þjálfari, Marc Iavaroni, en hann hafði áður starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Phoenix Suns. Þá fékk félagið til sín framherjann/miðherjann Darko Milicic frá Orlando Magic og eru miklar vonir bundnar við að hann nái að skipa öflugt lið í Memphis með þeim Pau Gasol og Mike Miller. Grizzlies fengu fjórða valrétt í nýliðavalinu og völdu Mike Conley. Hann kemur frá Ohio State háskólanum. Lykilmaður New Orleans: Chris Paul. New Orleans Hornets Hornets-liðið snýr nú endanlega aftur á heimaslóðir eftir að fellibylurinn Katrín lagði allt í rúst í New Orleans. Félagið virðist nokkuð öruggt með að eiga þar framtíðarheimili þrátt fyrir tengsl sín við Oklahoma City. Sérfræðingar í NBA deildinni eru flestir á því að lið New Orleans verði í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í vor, en það eina sem stendur í vegi fyrir því er heilsufar lykilmanna liðsins. Stórskyttan Peja Stojakovic spilaði þannig ekkert með liðinu á síðustu leiktíð og leikstjórnandinn Chris Paul missti úr marga leiki. Lið á borð við Hornets má illa við svona blóðtöku, en á pappírunum eru lærisveinar Byron Scott með fínt lið sem á góðum degi getur keppt við hvaða lið sem er.
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum