Hitað upp fyrir NBA-deildina - Miðriðillinn 30. október 2007 17:22 Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen verða væntanlega sterkir með Boston Celtics í vetur. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192) Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Detroit: Chauncey Billups. Miðriðillinn Detroit Pistons Pistons eru ofarlega á flestum listum þegar menn spá fyrir um sigurvegara austurstrandarinnar. Þeir eru með góða blöndu af hæfileikum og reynslu enda hafa þeir tekið þátt í úrslitum austurstrandarinnar síðustu fimm árin og þeir hömpuðu NBA titlinum árið 2004. Reynsluboltarnir Chauncey Billups, Richard Hamilton, Tayshaun Prince og Rasheed Wallace mynda kjarnann í liðu en bekkurinn er fullur af ungum hæfileikamönnum á borð við Jason Maxiell, Jarvis Heyes og nýliðana Rodney Stuckey og Arron Afflao. Lykilmaður Indiana: Jermaine O'Neal Indiana Pacers Pacers munu reyna allt til að snúa lélegu gengi síðustu ára við á þessu tímabili. Það hefur verið mikið kjaftað um að Jermaine O'Neal sé á leið frá félaginu en svo virðist vera sem hann verði um kyrrt. Leikmenn liðsins hafa margir verið í sviðsljósinu fyrir flest annað en frammistöðu sína á vellinum og til dæmis var Shawnie Williams handtekinn í sumar. Indiana byrjuðu ágætlega í fyrra en sigldu í strand þegar möguleikinn á sæti í úrslitakeppninni var í sjónmáli. Aðdáendur liðsins vona þó að nýji þjálfarinn Jim O'Brien nái að rífa liðið upp úr öldudalnum þetta árið. Lykilmaður Chicago: Kirk Hinrich. Chicago Bulls Það breytist allt fyrir Bulls fari svo að Kobe Bryant flytji sig frá Los Angeles til Chicago eins og hann hefur lýst yfir að sé hans vilji. Verði ekkert af komu Kobe er lang líklegast að þeir tapi í síðari umferð úrslitakeppninnar eins og gerðist í fyrra gegn Pistons. Bulls reiða sig mikið á framherjann Luol Deng sem er rísandi stjarna í NBA en vonir eru einnig bundnar við Tyrus Thomas. Þá skiptir miklu fyrir liðið að miðvörðurinn Ben Wallace verði í formi út tímabilið. Þeim sárvantar samt sem áður mann sem skorar inni í teig. Lykilmaður Milwaukee: Michael Redd. Milwaukee Bucks Það gæti brugðið til beggja átta hjá Bucks þetta tímabilið. Margir eru á því að framtíð liðsins og möguleikar þeirra á sæti í úrslitakeppninni velti á frammistöðu kínverska risans, Yi Yanlian. Liðinu hefur einnig tekist að halda fyrri mannskap um borð í skútunni og sýni menn á borð við Bobby Sinmons og Desmond Mason sitt rétta andlit gæti vel farið svo að Bucks láti til sín taka í úrslitakeppninni. Lykilmaður Cleveland: LeBron James. Cleveland Cavaliers Cavs fóru alla leið í úrslitaleikinn á síðasta tímabili en margir eru á því að aldrei hafi lélegara lið komist þangað. Þeir voru heldur ekki mikil fyrirstaða fyrir San Antonio sem rústuðu úrslitakeppninni í fjórum leikjum. Útlitið er ekki sérstaklega bjart hjá Cleveland fyrir þetta tímabil, þeir hafa ekki bætt við sig neinum leikmönnum sem orð er á gerandi og stórstjarnan þeirra LeBron James hefur opinberlega lýst óánægju sinni með þróun mála. NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192) Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Detroit: Chauncey Billups. Miðriðillinn Detroit Pistons Pistons eru ofarlega á flestum listum þegar menn spá fyrir um sigurvegara austurstrandarinnar. Þeir eru með góða blöndu af hæfileikum og reynslu enda hafa þeir tekið þátt í úrslitum austurstrandarinnar síðustu fimm árin og þeir hömpuðu NBA titlinum árið 2004. Reynsluboltarnir Chauncey Billups, Richard Hamilton, Tayshaun Prince og Rasheed Wallace mynda kjarnann í liðu en bekkurinn er fullur af ungum hæfileikamönnum á borð við Jason Maxiell, Jarvis Heyes og nýliðana Rodney Stuckey og Arron Afflao. Lykilmaður Indiana: Jermaine O'Neal Indiana Pacers Pacers munu reyna allt til að snúa lélegu gengi síðustu ára við á þessu tímabili. Það hefur verið mikið kjaftað um að Jermaine O'Neal sé á leið frá félaginu en svo virðist vera sem hann verði um kyrrt. Leikmenn liðsins hafa margir verið í sviðsljósinu fyrir flest annað en frammistöðu sína á vellinum og til dæmis var Shawnie Williams handtekinn í sumar. Indiana byrjuðu ágætlega í fyrra en sigldu í strand þegar möguleikinn á sæti í úrslitakeppninni var í sjónmáli. Aðdáendur liðsins vona þó að nýji þjálfarinn Jim O'Brien nái að rífa liðið upp úr öldudalnum þetta árið. Lykilmaður Chicago: Kirk Hinrich. Chicago Bulls Það breytist allt fyrir Bulls fari svo að Kobe Bryant flytji sig frá Los Angeles til Chicago eins og hann hefur lýst yfir að sé hans vilji. Verði ekkert af komu Kobe er lang líklegast að þeir tapi í síðari umferð úrslitakeppninnar eins og gerðist í fyrra gegn Pistons. Bulls reiða sig mikið á framherjann Luol Deng sem er rísandi stjarna í NBA en vonir eru einnig bundnar við Tyrus Thomas. Þá skiptir miklu fyrir liðið að miðvörðurinn Ben Wallace verði í formi út tímabilið. Þeim sárvantar samt sem áður mann sem skorar inni í teig. Lykilmaður Milwaukee: Michael Redd. Milwaukee Bucks Það gæti brugðið til beggja átta hjá Bucks þetta tímabilið. Margir eru á því að framtíð liðsins og möguleikar þeirra á sæti í úrslitakeppninni velti á frammistöðu kínverska risans, Yi Yanlian. Liðinu hefur einnig tekist að halda fyrri mannskap um borð í skútunni og sýni menn á borð við Bobby Sinmons og Desmond Mason sitt rétta andlit gæti vel farið svo að Bucks láti til sín taka í úrslitakeppninni. Lykilmaður Cleveland: LeBron James. Cleveland Cavaliers Cavs fóru alla leið í úrslitaleikinn á síðasta tímabili en margir eru á því að aldrei hafi lélegara lið komist þangað. Þeir voru heldur ekki mikil fyrirstaða fyrir San Antonio sem rústuðu úrslitakeppninni í fjórum leikjum. Útlitið er ekki sérstaklega bjart hjá Cleveland fyrir þetta tímabil, þeir hafa ekki bætt við sig neinum leikmönnum sem orð er á gerandi og stórstjarnan þeirra LeBron James hefur opinberlega lýst óánægju sinni með þróun mála.
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum