Geir: Ekki mistök að ráða Eyjólf Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2007 15:50 Geir Þorsteinsson og Ólafur Jóhannesson á blaðamannafundinum í dag. Mynd/E. Stefán Geir Þorsteinsson sagði á blaðamannafundi KSÍ að það hafi ekki verið mistök að ráða Eyjólf Sverrisson í starf landsliðsþjálfara. „Að mínu viti var það ekki. Eyjólfur hefur kosti sem Ólafur hefur ekki. Það eru bara engir tveir eins. Ég get nefnt fullt af þjálfurum sem hafa ólíkan bakgrunn en það er ekki til nein uppskrift af hinum eina sanna þjálfara. En vissulega hefði verið betra fyrir Eyjólf að hafa meiri reynslu." Hann segir að það hafi komið til greina að ráða erlendan þjálfara en Ólafur var þó fyrsti og eini maðurinn sem hann ræddi við vegna starfsins. „Við erum undir tímapressu núna. Eftir að hafa hugsað málið fannst mér best að bjóða þjálfara starfið til frambúðar nú en ekki finna mann til að stýra liðinu í þessum eina leik," sagði Geir og átti þar við leikinn gegn Dönum í næsta mánuði. Hann er sá síðasti í undankeppni EM 2008 og næsta undankeppni hefst næsta haust. „Við töldum þetta vera besta kostinn." „Ég er ánægður með að fá Ólaf til starfa. Við erum metnaðarfullt samband og höfum lengi staðið að uppbyggingu þjálfaramenntunar. Við eigum að líta okkur næst. Við eigum frábært fagfólk og þangað hljótum við að leita fyrst. Ég er fullviss um að Ólafur sé rétti maðurinn í starfið." Hann tók sérstaklega fram að KSÍ reyndi alltaf að skapa landsliðsþjálfaranum gott starfsumhverfi. „Ég vil tjá mig um þessa alkunnu grillu blaða- og fréttamanna að það hafi verið vandamál fyrir þjálfara að starfa innan KSÍ. Vissulega hafa síðustu þrír landsliðsþjáfarar áður verið að störfum hjá landsliðinu og þannig gengið í landsliðsþjálfarastarfið. En nú kemur Ólafur ferskur inn beint úr félagsliðaþjálfun og eins og allir þjálfarar stýrir hann liðinu og umgjörðinni í kringum það. Við reynum að verða eftir þeim óskum sem hann setur fram og eru engar hindranir í því starfi." Hann þakkaði Eyjólfi sérstaklega fyrir vel unnin störf. „Starf þjálfara er vandasamt og Eyjólfur sinnti því af kostgæfni. Hann er með marga góða kosti og þó við höfum ákveðið að endurnýja ekki samning hans þökkum við honum vel unnin störf." Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Geir Þorsteinsson sagði á blaðamannafundi KSÍ að það hafi ekki verið mistök að ráða Eyjólf Sverrisson í starf landsliðsþjálfara. „Að mínu viti var það ekki. Eyjólfur hefur kosti sem Ólafur hefur ekki. Það eru bara engir tveir eins. Ég get nefnt fullt af þjálfurum sem hafa ólíkan bakgrunn en það er ekki til nein uppskrift af hinum eina sanna þjálfara. En vissulega hefði verið betra fyrir Eyjólf að hafa meiri reynslu." Hann segir að það hafi komið til greina að ráða erlendan þjálfara en Ólafur var þó fyrsti og eini maðurinn sem hann ræddi við vegna starfsins. „Við erum undir tímapressu núna. Eftir að hafa hugsað málið fannst mér best að bjóða þjálfara starfið til frambúðar nú en ekki finna mann til að stýra liðinu í þessum eina leik," sagði Geir og átti þar við leikinn gegn Dönum í næsta mánuði. Hann er sá síðasti í undankeppni EM 2008 og næsta undankeppni hefst næsta haust. „Við töldum þetta vera besta kostinn." „Ég er ánægður með að fá Ólaf til starfa. Við erum metnaðarfullt samband og höfum lengi staðið að uppbyggingu þjálfaramenntunar. Við eigum að líta okkur næst. Við eigum frábært fagfólk og þangað hljótum við að leita fyrst. Ég er fullviss um að Ólafur sé rétti maðurinn í starfið." Hann tók sérstaklega fram að KSÍ reyndi alltaf að skapa landsliðsþjálfaranum gott starfsumhverfi. „Ég vil tjá mig um þessa alkunnu grillu blaða- og fréttamanna að það hafi verið vandamál fyrir þjálfara að starfa innan KSÍ. Vissulega hafa síðustu þrír landsliðsþjáfarar áður verið að störfum hjá landsliðinu og þannig gengið í landsliðsþjálfarastarfið. En nú kemur Ólafur ferskur inn beint úr félagsliðaþjálfun og eins og allir þjálfarar stýrir hann liðinu og umgjörðinni í kringum það. Við reynum að verða eftir þeim óskum sem hann setur fram og eru engar hindranir í því starfi." Hann þakkaði Eyjólfi sérstaklega fyrir vel unnin störf. „Starf þjálfara er vandasamt og Eyjólfur sinnti því af kostgæfni. Hann er með marga góða kosti og þó við höfum ákveðið að endurnýja ekki samning hans þökkum við honum vel unnin störf."
Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira