Sport

Hirvonen sigraði í Japan

Mikko Hirvonen minnir stöðugt á sig
Mikko Hirvonen minnir stöðugt á sig AFP

Finnski ökuþórinn Mikko Hirvonen á Ford sigraði í Japansrallinu sem lauk í morgun og vann þar með annað mót sitt á tímabilinu. Hirvonen hélt í dag góðri forystu sem hann náði á Daniel Sordo og Henning Solberg í gær og kláraði af öryggi.

Þrefaldur heimsmeistari Sebastien Loeb reyndi nokkuð óvænt að vera með á lokadeginum eftir að hafa skemmt bílinn við útafakstur í gær, en hann varð að hætta keppni á síðustu sérleiðinni. Keppinautur hans um heimsmeistaratitilinn - Finninn Marcus Grönholm - þurfti einnig að hætta keppni í gær eftir að hafa ekið á tré.

Marcus Grönholm á Ford er efstur í stigakeppninni með 104 stig og hefur gefið það út að þetta verði síðasta keppnistímabilið hans á ferlinum.

Sebastien Loeb stefnir á fjórða titilinn í röð og er í öðru sæti með 100 stig en Mikko Hirvonen er í þriðja sæti með 84 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×