Körfubolti

Clippers vann grannaslaginn

Steve Nash skorar tvö af 20 stigum sínum gegn Charlotte í nótt
Steve Nash skorar tvö af 20 stigum sínum gegn Charlotte í nótt NordicPhotos/GettyImages

Fjórir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. LA Clippers hafði betur gegn grönnum sínum í Lakers 112-96 í leik sem sýndur var beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu.

Nýliðinn Al Thornton hjá Clippers átti fínan leik og skoraði 10 af 24 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Jordan Farmar skoraði 19 stig fyrir LA Lakers og miðherjinn Andrew Bynum skoraði 16 stig.

Phoenix lagði Charlotte á útivelli 98-88 þar sem Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Phoenix en Jason Richardson skoraði 23 stig fyrir heimamenn. Hann gekk í raðir liðsins frá Golden State í sumar.

Dallas lagði New Orleans á heimavelli 103-97. Josh Howard skoraði 22 stig fyrir Dallas en Chris Paul skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir New Orleans.

Loks vann Sacramento auðveldan sigur á Portland 111-87. Jarrett Jack skoraði 19 stig fyrir Portland, en Francisco Garcia skoraði 21 fyrir Sacramento og Kevin Martin 20, en Martin hefur verið einn heitasti maðurinn í NBA á undirbúningstímabilinu þar sem hann skorar 21 stig að meðaltali og er með yfir 60% skotnýtingu.

Í nótt verður bein útsending á NBA TV frá leik New York Knicks og Boston Celtics en leikur þessara gömlu stórvelda hefst um klukkan 23:30.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×