Erlent

Verkfall heldur áfram í París

Guðjón Helgason skrifar
MYND/AP

Búist er við miklum töfum á lestarsamgöngum í Frakklandi í dag vegna verkfalls starfsmanna almenningssamgöngufyrirtækja sem hófst í gær. Upphaflega var um um sólahringsverkfall að ræða um allt land. Verkalýðsfélög í París hafa hins vegar ákveðið að framlengja það.

Fyrir vikið gekk fólki erfiðlega að koma sér til vinnu í höfuðborginni í morgun og búist er við að mjög erfitt verði að komast heim síðdegis. Með verkfallinu er verið að mótmæla eftirlaunafrumvarpi Sarkozys, Frakklandsforseta, þar sem lagt er til að eftirlaunaaldur 500 þúsund starfsmanna verði hækkaður um tvö og hálft ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×