Fótbolti

Jafntefli í Moskvu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Volkan Demirel, markvörður Fenerbache.
Volkan Demirel, markvörður Fenerbache.

CSKA Moskva og Fenerbache gerðu 2-2 jafntefli í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag. Gestirnir jöfnuðu leikinn fjórum mínútum fyrir leikslok. Inter og PSV Eindhoven mætast í hinum leik riðilsins sem fer að hefjast.

Alex kom Fenerbache yfir eftir aðeins tíu mínútna leik og var það eina mark fyrri hálfleiks. Á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks náði CSKA Moskva að snúa dæminu við með mörkum frá Milos Krasic og Silva Vágner Love.

Það var síðan Deivid sem var hetja Fenerbache og tryggði þeim stig undir lokin þegar hann skoraði eftir sendingu frá Wederson.

Fenerbache er með fjögur stig eftir tvo leiki en CSKA Moskva tapaði sínum fyrsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×