Kaupa ekki skýringar herforingja Guðjón Helgason skrifar 28. september 2007 17:59 Óeirðalögreglumenn á vakt í Jangon í Mjanmar í dag. MYND/AP Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japanska fréttaljósmyndaranum Kenji Nagai, sem var að störfum í Jangon í gær. Á myndum japanskrar fréttastöðvar frá í dag má sjá upptöku sem sýnir hvar maður - sem þeir segja Nagai - er skotinn. Svo virðist sem hann sé skotinn nokkrum skotum. Í ríkissjónvarpi Mjanmar í gær var sagt frá dauða Nagais sem hafi vereið í heimsókn í Mjanmar með fullgilt ferðaleyfi. Hann hafi óvart verði skotinn þar sem hann hafi verið að afla frétta með lýðnum eins og fréttalesari kallar mótmælendur. Japönsk yfirvöld sætta sig ekki við þær skýringar sem gefnar eru og ætla að senda fulltrúa til Mjanmar til að rannsaka málið. Kenji er ekki sá eini sem hefur týnt lífi í hörðum aðgerðum herforingjanna gegn mótmælendum. Ekki er þó vitað með vissu hve margir hafa fallið. Ríkisfjölmiðlar segja tíu, sendiherra Ástralíu í landinu segir óhætt að margfalda þá tölu. Útlagaútvarp andstæðinga heforingjastjórnarinnar, sem rekið er í Ósló í Noregi, segir minnst hundrað manns hafa týnt lífi. Enn var reynt að mótmæla í dag en þær aðgerðir barðar niður af hörku. Munkar voru ekki margir á götum Jangon - þeir ýmist handteknir eða lokaðir inni í klaustrum sem búið var að girða af. Stuðningsmenn mótmælenda komu saman víða í dag til að sýna stuðning. Fjölmennt var við sendiráð Mjanmar í Lundúnum. Í Bangkok og Seúl var haldin kertavaka. Aðgerðum herforingjanna í Mjanmar var mótmælt fyrir utan konungshöllina í Noregi í dag - þar sem norska ríkisstjórnin mætti á ríkisráðsfund. Einn mótmælenda, Íslendingurinn Mímir Kristjánsson, leiðtogi ungra rauðliða í Noregi, reyndi þá að afhenda ráðherrum rauðan stuttermabol sem tákn um atburði vikunnar. Var hann þá umsvifalaust tekinn höndum og flutti lögregla hann á brott. Enn er mótmælt fyrir utan höllina. Erlent Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japanska fréttaljósmyndaranum Kenji Nagai, sem var að störfum í Jangon í gær. Á myndum japanskrar fréttastöðvar frá í dag má sjá upptöku sem sýnir hvar maður - sem þeir segja Nagai - er skotinn. Svo virðist sem hann sé skotinn nokkrum skotum. Í ríkissjónvarpi Mjanmar í gær var sagt frá dauða Nagais sem hafi vereið í heimsókn í Mjanmar með fullgilt ferðaleyfi. Hann hafi óvart verði skotinn þar sem hann hafi verið að afla frétta með lýðnum eins og fréttalesari kallar mótmælendur. Japönsk yfirvöld sætta sig ekki við þær skýringar sem gefnar eru og ætla að senda fulltrúa til Mjanmar til að rannsaka málið. Kenji er ekki sá eini sem hefur týnt lífi í hörðum aðgerðum herforingjanna gegn mótmælendum. Ekki er þó vitað með vissu hve margir hafa fallið. Ríkisfjölmiðlar segja tíu, sendiherra Ástralíu í landinu segir óhætt að margfalda þá tölu. Útlagaútvarp andstæðinga heforingjastjórnarinnar, sem rekið er í Ósló í Noregi, segir minnst hundrað manns hafa týnt lífi. Enn var reynt að mótmæla í dag en þær aðgerðir barðar niður af hörku. Munkar voru ekki margir á götum Jangon - þeir ýmist handteknir eða lokaðir inni í klaustrum sem búið var að girða af. Stuðningsmenn mótmælenda komu saman víða í dag til að sýna stuðning. Fjölmennt var við sendiráð Mjanmar í Lundúnum. Í Bangkok og Seúl var haldin kertavaka. Aðgerðum herforingjanna í Mjanmar var mótmælt fyrir utan konungshöllina í Noregi í dag - þar sem norska ríkisstjórnin mætti á ríkisráðsfund. Einn mótmælenda, Íslendingurinn Mímir Kristjánsson, leiðtogi ungra rauðliða í Noregi, reyndi þá að afhenda ráðherrum rauðan stuttermabol sem tákn um atburði vikunnar. Var hann þá umsvifalaust tekinn höndum og flutti lögregla hann á brott. Enn er mótmælt fyrir utan höllina.
Erlent Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira