Erlent

Tími kjarnorkusprengjunnar liðinn

Guðjón Helgason skrifar

Íransforseti segir tíma kjarnorkusprengjunnar liðinn. Íranar stefni ekki að smíði slíkra vopna - þau þjóni engum tilgangi. Ef svo væri hefðu Sovétríkin aldreið liðast í sundur og Bandaríkjamönnum gengið betur í Írak.

Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, - er kominn til New York. Þar ávarpar hann allherjarþingið í þriðja sinn. Mótmælendur létu vel í sér heyra í gær vegna komu hans. Forsetinn flytur einnig ávarp í Columbia háskóla og voru margir námsmenn afar ósáttir við að honum yrði hleypt þar að. Borga þarf fyrir að hlusta á Íransforseta og var uppsellt á nokkrum mínútum.

Íransforseta hefur ekki verið bannað að tala í ferðinni en hann fékk ekki að leggja blómsveig að þeim stað þar sem Tvíbuartugnarnir svokölluðu í World Trade Center stóðu. Honum var bannað að gera það af öryggisástæðum.

Deilur Írana og Bandaríkjamanna um kjarnorkuáætlun þeirra fyrrnefndu hefur harnað síðustu vikurnar. Talað er um möguleikann á stríðsátökum. Bandaríkjamenn hafa sakað Írana um að ætla að koma sér upp kjarnorkuvopnum og hótað refsiaðgerðum til að koma í veg fyrir það. Íranar segjast ætla að nota kjarnorku í friðsamlegum tilgangi - meðal annars til raforkuframleiðslu.

Í viðtali við bandaríska fréttaskýringaþáttinn Sextíu mínútur, sem sýnt var á CBS sjónvarpsstöðinni bandarísku í gær sagði Ahmadinejad það rangt að stefni í átöku. Íranar stefndu ekki að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Landið hefðu enga þörf fyrir þau - enda þjónuðu slík vopn hvorki hernaðarlegum né pólitískum tilgangi. Ef svo væri hefðu Sovétríkin aldrei liðast í sundur og Bandaríkjamönnum gengið betur í Írak. Forsetinn segir tíma kjarnorkusprengjunnar liðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×