Erlent

SÞ rannsaki morðið á Ghanem

Guðjón Helgason skrifar
Líbanski þingmaðurinn Antoin Ghanem sem ráðinn var af dögum í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær.
Líbanski þingmaðurinn Antoin Ghanem sem ráðinn var af dögum í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær. MYND/AP

Forsætisráðherra Líbanons hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morði á líbanska þingmanninum Antoin Ghanem í gær. Hann týndi lífi í öflugri sprengjuárás ásamt sex öðrum.

Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var ráðinn af dögum í febrúar 2005 og síðan þá hafa sex þingmenn verið myrtir - þar á meðal Ghanem sem gagnrýndi harðlega afskipti Sýrlendinga af líbönskum stjórnmálum. Það gerðu hinir líka. Sýrlendingar hafa verið sakaðir um aðild að öllum ódæðunum. Ráðamenn í Damaskus hafa vísað því á bug.

Allt stefnir í að líbanska þingið ætlaði að kjósa Emil Lahoud, sem forseta landsins næstu sex árin. Lahoud er hliðhollur Sýrlendingum en fylkingar sem styðja Sýrland eða hafna afskiptum þarlendra stjórnvalda hafa deilt hart síðustu misserin í Líbanon.

Ghanem sneri aftur til Beirút fyrir nokkrum dögum til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Sumir Líbanir segja morðið beina árás á lýðræði landsins - árás gegn þingræðinu. Ódæðismennirnir hafi viljað þagga niður í þeim sem vildu ekki greiða Lahoud atkvæði sitt.

Sjálfur vill Lahoud tengja morðið Sýrlendingum og segir það enga tilviljun að það sé framið um leið og jákvæð þróun sé að eiga sér stað í landinu og vísar á bug að það hafi áhrif á aðgerðir sínar þó hann sé vinur Sýrlendinga.

Fulltrúar Bandaríkjanna og Evrópusambandsins fordæma morðið. Bush Bandaríkjaforseti sagði þetta enn eitt dæmið um yfirgang Sýrlendinga og Líbana sem styðji þá að málum.

Fuad Siniora, forsætisráðherra Líbanons hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morðið á Ghanem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×