Fótbolti

Cesar: Mancini var reiður

Cesar segir að Inter fari áfram þrátt fyrir tapið í kvöld
Cesar segir að Inter fari áfram þrátt fyrir tapið í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Markvörðurinn Julio Cesar var besti maður Inter Milan í kvöld þegar liðið tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir tyrkneska liðinu Fenerbahce á útivelli í Meistaradeildinni. Það sem kom meira á óvart í leiknum voru yfirburðir heimamanna, sem gerðu harða atlögu að ítölsku meisturunum.

"Þetta var ekki sérstaklega góður leikur hjá okkur, en það er mjög mikið eftir af riðlakeppninni enn. Við erum með mjög sterkt lið og getum alveg farið upp úr þessum riðli. Við byrjuðum líka illa í fyrra en fórum samt áfram," sagði markvörðurinn, en Inter var án margra lykilmanna í kvöld.

"Jafntefli hefði líklega verið góð úrslit fyrir okkur á miðað við alla þá menn sem vantaði í liðið hjá okkur. Mancini þjálfari var ansi reiður við okkur í klefanum eftir leik, en við erum líka reiðir út í okkur sjálfa. Það er erfitt að byrja með tapi og nú verðum við að taka okkur saman í andlitinu og einbeita okkur að deildinni," sagði brasilíski markvörðurinn.

Inter var án þeirra Maicon, Ivan Cordoba, Nicolas Burdisso, Cristian Chivu, Marco Materazzi og Patrick Vieira - svo það var ef til vill skiljanlegt að varnarleikur liðsins hafi ekki verið með besta móti í leiknum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×