Erlent

Gasa-ströndin óvinasvæði

Guðjón Helgason skrifar

Ísraelar hafa skilgreint Gasa-ströndina sem óvinasvæði vegna síendurtekinna eldflaugaárása Hamas-liða á Ísrael þaðan. Hamas-liðar segja þetta stríðsyfirlýsingu. Ákvörðun Ísraela gæti leitt til þess að þeir lokuðu fyrir vatni, eldsneyti og rafmagn til svæðisins.

Mark Regev, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, segir ástandið þannig að hvern dag nánast skjóti herskáir flugskeytum frá Gasas-svæðinu á ísraelskt landsvæði til þess að myrða sem flesta Ísraela. Ríkisstjórn landsins hafi ákveðið að greipa til aðgerða til að vernda borgarana, óbreytt ástand sé ekki hægt að sætta sig við.

Hamas-liðar segja að með þessu séu Ísraelar í raun að lýsa yfir stríði. Fawzi Barhoum, talsmaður Hamas, segir Ísraela vilja auka þrýsting á Hamas-liða og íbúa á Gasa-svæðinu. Þeir vilji eyðileggja innviði samfélagsins. Þeir vilji raska daglegu lífi Palestínumanna.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Jerúsalem í dag þar sem átti fund með Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels. Rice sagði að saklausir Palestínumenn á Gasa-svæðinu myndu ekki gleymast þrátt fyrir þessa skilgreinu. Hamas væru hins vegar óvinveittir gagnvar Bandaríkjamönnum líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×