Fótbolti

Mourinho: Við nýttum ekki færin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jose Mourinho var allt annað en sáttur.
Jose Mourinho var allt annað en sáttur.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var að vonum allt annað en sáttur við úrslit kvöldsins. Enska liðið náði aðeins stigi á heimavelli gegn Rosenborg í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn endaði 1-1.

„Mér er vissulega brugðið, ég er ekki ánægður. Við getum ekki skorað mörk og þá eru fréttirnar frá sjúkraþjálfurunum ekki góðar. Ég verð því bara að nota það sem ég er með í höndunum og reyna að gera eins vel úr því og hægt er," sagði Mourinho.

„Við fengum 20 tækifæri í þessum leik til að skora en gerðum bara eitt. Kannski hefðum við því þurft 40 tækifæri til að skora tvö og 60 til að skora þrjú. Þetta er ekki sök sóknarmannana heldur alls liðsins."

„Það kom mér ekki á óvart hvernig Rosenborg spilaði. Eins og minni lið gera þegar þau mæta stórum liðið þá kom Rosenborg til að verjast og var vel skipulagt," sagði Mourinho.

Þess má geta að aðeins 25 þúsund manns mættu á þennan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×