Erlent

Dani fékk hryðjuverkaþjálfun í Pakistan

Óli Tynes skrifar

Einn af múslimunum ungu sem voru handteknir í Danmörku á dögunum fyrir að undirbúa hryðjuverk hafði verið í þjálfunarbúðum í Pakistan. Dagblaðið New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í bandarísku leyniþjónustunni. Það voru Bandaríkjamenn sem létu leyniþjónustu dönsku lögreglunnar vita af mönnunum átta.

Sex þeirra voru látnir lausir fljótlega eftir yfirheyrslur, en sitja enn undir ákærum. Tveir eru enn í haldi. Allir mennirnir átta eru af erlendu bergi brotnir en sex þeirra eru danskir ríkisborgarar. Bandaríska leyniþjónustan segir að í þjálfunarbúðunum í Pakistan hafi viðkomandi múslimi meðal annars fengið leiðsögn í sprengjusmíði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×