Erlent

Norðvestursiglingaleiðin opin

Guðjón Helgason skrifar

Norðvestursiglingaleiðin yfir norðurpólinn er greiðfær skipum í fyrsta sinn síðan eftirlit með henni hófst fyrir tæpum þrjátíu árum. Um er að ræða beinustu siglingaleiðina milli Asíu og Evrópu.

Þessi leið hefur verð vörðuð ísjökum en bráðnun sumarsins hefur verið slík að nú telja sérfræðingar mögulegt að sigla hana án mikilla vandkvæða. Gervihnattamyndir staðfesta þetta.

Deilur um siglingaleiðina blossuðu upp um leið og ljóst var í hvað stefndi. Kanadamenn segjast geta lokað á ferðir skipa um þann hluta leiðarinnar sem liggi um þeirra yfirráðasvæði. Þessu hafna Evrópusambandið og Bandaríkjamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×